Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 101

Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 101
EIMREIÐIN daginn og gat því ekki gert þetta nema utan míns vinnutíma. Ég einbeitti mér því að því að staðsetja hann seinni hluta kvölds um og eftir kl. 11, en á þeim tíma virtist hann sjaldan vera heima en oftast eftir miðnætti. Mér tókst samt ekki að komast að því hvar hann væri fyrir þann tíma. Lausn- in kom samt eitt kvöld af algerri til- viljun. Ég hafði asnast í bíó en fékk smám saman nóg af myndinni og ákvað loksins að fara út áður en henni var lokið. Ég nennti ekki strax heim og rölti því niður Ingólfsstræti í átt- ina að sjónum. Datt allt í einu í hug að líta inn á Landsbókasafn sem ég hafði ekki gert lengi en leit á klukk- una og sá að hún var að verða tíu svo ég varð að hætta við það. Af ein- hverjum ástæðum stansaði ég samt á horninu hjá Alþyðuhúsinu og leit í áttina að Landsbókasafninu eins og mig langaði allt í einu svo mikið til að sjá hvaða bókvitar og blaðaryksug- ur kæmu út úr húsinu. Og viti menn, ég var varla búinn að gera mér sjálf- um ljóst hvað ég var að gera þegar ég sé hann koma út um hliðið og eins og stefna í áttina til mín. Ég vddi ekki láta þetta líta út eins og gildru fyrir aumingja manninn og hvessti sjónir á Ingólf Arnarson og gekk yfir Hverfisgötuna. Ég var ekki kominn langt á gangstéttinni hinum megin þegar hann náði mér. — Góða kvöldið. — Góða kvöldið. — Á hvaða leið ert þú? — Engri sérstakri. Ég var í bíó, en myndin var svo leiðinleg að ég fór út áður en hún var búin. Á meðan ég sagði þetta hélt ég ákveðið áfram í áttina að sjónum til þess að gefa honum tækifæri til að stansa og kveðja ef hann ætlaði jafn- ákveðið í aðra átt. — Er eitthvað skemmtilegt þarm niður frá? — Nei, sjórinn og Esjan. — Já, það er nú það. Ég fer nú oftast á kaffihús niðri í bæ og hitti þar nokkra gamla kunningja. Ég hafði náttúrlega ekki kjark í mér tii að spyrja á hvaða kaffihús og sagði því ekkert. Ég var ekki að neyða manninn til að koma með mér. Alls ekki. — Er gott að vinna á safninu? — Gott? Nei, þetta er gamall vani Pað er oft mjög þreytandi, allt fullt af krökkum, sem eiga erfitt með að vera róleg. — Já, ég hélt það, ég gafst upp á því fyrir nokkrum árum. Ég fer þang- að ekki nema ég þurfi nauðsynlega á því að halda. Ef til vill hefur hann gaman af að hafa þessa krakka í kringum sig hugs- aði ég með mér. Pað er alltaf svolítið dimmt á milli frystihússins og grænmetisverslunar- innar. Pað var kannski þess vegna að við þögðum á meðan við gengum þar hjá. — Við getum kannski rölt heim til mín sagði hann þegar við vorum komnir yfir Skúlagötuna, og fengið okkur kaffi þar. — Já, sagði ég, annars drekk ég nú helst ekki kaffi á kvöldin. — Skrýtnar þessar eyjar sem mað- ur hefur varla nokkurn tíma komið út í. Mig rámar í að hafa komið þar sem barn, samt er þetta ekki nema steinsnar frá landi. — Já, það er rétt sagði ég. Ég held ég hafi aldrei séð ljós í þessum hús- um í Engey, en kannski sést það ekki svona langt að. — Ég veit það ekki, sagði hann og við lögðum af stað inn eftir Skúla- götunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.