Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 102

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 102
ÉIMREIÐIN Hann þagði alla leiðina inn að BP, þar beygðum við upp í hverfið, hann hélt áfram að þegja allan tímann þang- að til við vorum sestir inni hjá honum í þessa mjúku hægindastóla. Par bvrj- aði hann að tala, hægt og ekki mjög hátt. í rauninni hafði hann verið að tala allan tímann, bara ekki upphátt, ég fann það að þessi þögn hafði merk- ingu, en því miður hafði ég ekki kunnað að lesa hana og því náttúr- lega ekkert sagt. Pað var ekki mjög bjart í herberg- inu en hann kveikti ekki ljós. Hann skenkti okkur eitthvert áfengi í lítil glös og byrjaði svo að tala. — Pað var gott að við hittumst. Oft langar mig alls ekki niður á kaffi- húsið að hitta kunningjana en það er gamall vani. Mig langar stundum svo lítið þangað að ég er ekki alveg ör- uggur um að ég fari þangað allur, ég held að það sé ekki nema hluti af sjálfum mér sem fer þangað. En það er lítið annað að fara það er leiðin legt að fara alltaf heim einn. En það er líka leiðinlegt að fara alltaf að hitta sömu mennina. Pess vegna fannst mér gaman að hitta þig. En samt held ég að það breyti ekki miklu. Ég fjar- lægist alltaf meir og meir þetta líf, kemur það minna og minna við. — Af hverju? — Ef ég á að vera hreinskilinn, þá get ég ekki sagt nákvæmlega af hverju. Ég veit að það er. Pað hefur komið og vaxið. — Ögleði? — Nei, ekki Sartre. Ég finn ekki til neinnar ógleði, alls ekki. Mér er ekkert illa við það það hefur bara hætt að koma mér við. — Manstu hvernig það bvrjaði? — Já, ég veit það. Pað byrjaði með minni ritmennsku. Ég skrifaði mínar skáldsögur, þessi fáu leikrit og öðru hvoru eitt og eitt ljóð og allan tím- ann fann ég til sterkrar löngunar til að skrifa alltaf minna og minna um þennan ytri heim sem alltaf er eins, við breytumst, löngunar til að komast dýpra og dýpra, á bak við það sem við sjáum, á bak við allt þetta hjal um landslag, hús, kirtlastarfsemi og til- finningar. Ég fór að hlusta dýpra, skerpa sjón mína til að sjá í gegnum rykið sem vafstrið þyrlar upp. Pað sem ég skrifaði varð alltaf einfaldara og fábreytilegra utan frá séð og menn hættu að vilja gefa það út. Ljóðabók- in sem þú þekkir er það seinasta sem ég hef fengið útgefið, en hún er eins og þú veist á mörkum þagnar og orðs, framhaldið af henni hefði orðið bók með auðum síðum. Kannski tvö þrjú orð dreifð á síðurnar neðst við kjöJ- inn. En svoleiðis vill enginn gefa út. — Finnst þér leiðinlegt að enginn skuli vilja gefa þetta út? — Nei, mér er alveg sama um það. Og það er sennilega líka best þannig, það skildi það hvort sem er enginn. Pað er í rauninni ekkert leiðinlegt nema kannski helst að þurfa að halda áfram að vera sá maður, sem maður er ekki lengur. Umgangast fólk, vini sína og kunningja og vera alls ekki sá sem þeir halda að maður sé. Pað er dálítið erfitt og stundum þreytandi, en það þýðir ekkert annað. Ég get ekki byrjað að tala um það við þá. Ég verð að halda áfram að leika þetta hlutverk þangað til að því kemur að ég fer, að ég þarf ekki að vera að þessu lengur. — Er engin leið til baka? Geturðu ekki byrjað upp á nýtt, reynt að láta þér þykja vænt um lífið? — Mér þykir ekkert óvænt um líf- ið, en það blekkir mig ekki lengur. Ég hef fjarlægst það og það er ekk- ert slæmt, það eru til þúsundir af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.