Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 105

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 105
EIMREIÐIN ef þú yrðir kona, þá varð honum mikið um, hann hóf hendur til him- ins og hrópaði: „Fyrirgefið mér, þið sem ég var að áfellast! Ég þekkti ekki enn verðlaunin, sem um er keppt.“ Og um leið og hann mælir af vörum lofsyrði þessi, tendrast bál í brjósti hans, og kvalinn af af- brýði óskar hann þess, að enginn unglinganna verði fljótari en hún. „En hví skyldi ég ekki freista gæfunnar í þessu hlaupi?“ sagði hann. „Guð hjálpar hinum áræðnu.“ Meðan Hippomenes er í þessum hugrenningum, þýtur mærin fram hjá á fleygiferð. Þótt sveininum frá Aóníu hafi virzt hún fara sem skýþnesk ör, verður það einungis til að auka aðdáun hans, enda naut sín einmitt fegurð hennar, þegar hún hljóp: Golan feykti ökklabönd- unum, sem lyftust frá skjótum fótum hennar, hárinu, sem flaksaðist yfir fílabeinslitar axlirnar og brydduðum leggböndunum, sem vöfðust um hnén, og um hinn æskubjarta líkama hafði færzt roði, ekki ólíkt því, er purpuralitt tjald, sem dregið er yfir marmarahvítan forsal, ljær honum annarlegan lit. Og sem gesturinn skoðar þetta, er síðasta umferð á enda runnin, og sigurvegarinn, Atalanta, er krýnd heiðurskórónu, en hinir sigruðu stynja og taka út þá refsingu, sem samið var um. En sveinninn lét ekki afdrif þeirra aftra sér, hann gekk fram fvrir allra sjónir og hefur ekki augun af meynni. „Hví sækist þú eftir auð- fenginni frægð með því að sigra duglitla menn? Kepptu við mig!“ mælti hann. „Ef Gæfan verður mér hliðholl, þá er þér engin skömm ger með sigri mínum. Þvt faðir minn er Megareifur Onkestýsson, en hans afi er Neptúnn: ég er niður hafkonungsins í þriðja lið og er þeim vaskleik búinn, sem ég á kyn til: — fari svo, að þú berir af mér, Hippomenesi, sigurorð, mun frægð þín lengi uppi.“ Er hann mælir þessi orð af vörum, lítur Sköneifsdóttir til hans blíðum augum og veit nú eigi, hvort hún vill fremur verða sigruð eða sigra sjálf. Hún segir: „Hver meðal guða er svo fjandsamlegur fríð- leiksmönnum, að hann skuli vilja þennan svein feigan, er hann skip- ar honum að hætta dýrmætu lífi sínu til að eignast mig? Ekki tel ég mig sjálf þess virði. En það er ekki fegurð hans, sem ég er snortin af (þó gat ég einnig orðið snortin af henni), heldur það, að hann er vart kominn af barnsaldri; það er ekki hann sjálfur, heldur æska hans, sem kemur við mig. En hvað um það, að hann er fullhugi og skelfist ekki dauðann? Hvað um það, að hann á ætt sína að rekja til sjávar- guðsins, sem er langafi hans? — Hvað um það, að hann ber ást í brjósti og telur mig svo eftirsóknarverða, að hann mun ekki afbera 281
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.