Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 107

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 107
EIMREIÐIN það, ef ill Auðna meinar honum að njóta mín? Meðan þú átt þess enn kost, gestur, hafðu þig á brott, hirtu ekki um blóði drifna brúðar- sæng mína. Óheill fylgja giftingu minni. Engin kona mun synja þér ráðahags, og skynsöm stúlka mun kjósa sér þig. En af hverju læf ég mér svo annt um þig, eftir að svo margir hafa látið lífið? Hann um það! Hann rná deyja, úr því að hann lætur ekki dráp allra þessara biðla sér til varnaðar verða og er saddur lífdaga. Hann týnir því líf- inu fyrir það að vilja lifa með mér, hann skal hljóta smánarlegan dauða að launum fyrir ást sína: Ég mun baka mér óbærilega óvild með því að sigra. En það er ekki mér að kenna. Æ, ef þú aðeins vildir hætta við þetta, eða, fyrst þú ert genginn af vitinu, ef þú aðeins yrðir fljót- ari! Ó, hve meylegur er svipurinn á barnslegri ásjónu þinni! Ó, ves- lings Hippomenes, ég vildi, að ég hefði aldrei fyrir þín augu komið! Þú átt skilið að lifa. En ef ég bæri gæfu til og meinleg örlög bönnuðu mér ekki að giftast, mundi ég kjósa þig einan sem rekkjunaut.“ Þetta varð henni að orði, og með því að hún var órevnd og hafði ekki áður fundið snertingu ástarinnar, veit hún ekki, hvað er á seyði, hún er ástfangin án þess að vita af ástinni. Mannfjöldinn er tekinn að heimta og faðir hennar, að hlaupið verði hafið, eins og venja er, en þá ákallar mig niður Neptúns hrelldum rómi: „Kýþerska gyðja, ég heiti á þig að liðsinna mér nú í þessari þraut, og skýldu þeim loga, sem þú sjálf hefur kveikt!“ Golan var ekki treg til að bera mér heillandi bænir hans, sem snertu mig, það skal ég játa, og ég brá við skjótt honum til hjálpar. Á eynni Kýpur er akur, sem þarlendir menn kalla Tamasenus og þykir bezt land þar á eynni. Þennan landskika helguðu mér öldungar fyrr á tímum, og skyldi þar vera blótstaður minn. Á akrinum miðjum stendur tré gló- bjart, vaxið gullnum blöðum og greinum, skrjáfandi af skíragulli. Það vildi svo til, að ég var á leið þaðan með gullepli þrjú, sem ég hafði slitið af trénu, í hendi mér, og þannig fór ég til fundar við Hippo- menes, hulin sjónum allra nema hans, og sagði honum, hvernig eplin gætu komið honum að notum. Merki var gefið með básúnublæstri, að hlaupið skyldi hefjast, og þau þutu bæði inn á hlaupabrautina og liðu léttum fótum eftir sand- inum. Það hefði mátt ætla, að þau gætu farið um höfin þurrum fót- um eða hlaupið yfir hvíta akra, þakta háu korni. Áhorfendur eggj- uðu sveininn áfram með köllum, lófaklappi og hvatningarorðum: ,,Hertu þig nú, Hippomenes, áfram! Sýndu nú, hvað þú getur, komdu þér úr sporunum og þú vinnur!“ Það er óvíst, hvort hafi 283
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.