Eimreiðin - 01.07.1975, Side 108
EIMREIÐIN
notið þess meir að heyra þessi hróp kappinn Megareifsson eða mærin
Sköneifsdóttir. Ó hve oft, er henni var leikur einn að fara fram úr
honum, varð henni á að hægja á sér og þjóta ekki fram fyrir hann
fyrr en eftir drykklanga stund, svo mjög dvaldist henni við að horfa
í andlit honum.
Hann blæs af mæði úr þurrum munni, en markið var enn Jangt
undan. Þá loks varpar hann frá sér einu eplinu. Mærin undrast, og
af því að hana langar í gljáandi eplið, beygir hún út af brautinni og
tínir það upp, þar sem það skoppar áfram. Hippomenes skýzt fram
hjá, og áhorfendur klappa, svo undir tekur í bekkjunum. En hún
kemur á harðaspretti og vinnur aftur upp tímatöfina, þannig að
sveinninn dregst enn aftur úr. Hann kastar aftur öðru epli og tefur
hana um stund, en allt fer þó á sömu leið, að hún eltir hann uppi og
þýtur fram hjá.
Eftir var aðeins lokaspretturinn. ,,Nú heiti ég á þig, gyðja,“ kall-
aði hann, ,,á þig, sem gafst mér eplið!“ Og hann þeytti af alefli gló-
andi gulleplinu á ská út af brautinni til að tefja meyna sem mest.
Hún virtist á báðum áttum og vissi ekki, hvort hún ætti að fara eftir
eplinu eða ekki. En ég neyddi hana til að tína það upp og þyngdi
það, þannig að byrðin og tímatöfin lögðust á eitt. Og svo saga mín
verði ekki lengri en blaupið: Atalanta beið ósigur og sigurvegarinn
hlaut laun sín.“
PAN OG SYRINX
Alvaldur þoldi nú ekki lengur að horfa á raunir ástmeyjar sinnar
og kallaði á son sinn, er hann átti með dóttur Atlasar, og bauð hon
um að vega Argus varðmann.
Merkúr brá við skjótt, hann dró vængskóna á fætur sér, staf sinn,
svefnvald, greip hann styrkri hendi og setti hattinn barðastóra á höf-
uðið, og þannig hélt hann niður til jarðar. Þar tók hann ofan hatt-
inn og dró af sér skóna, en hafði stafinn í hendi.
Hann gekk búinn sem hjarðsveinn um óbyggðir og rak með stafn-
um á undan sér hóp af geitum, er urðu á vegi hans, og blés í hjarðpípu.
Argus heyrði hinn nýstárlega hljóm, þar sem hann sat á verðinum,
og hann kallar: ,;Heyr þú mig,-hver sem þú annars ert, seztu hérna
hjá mér á steininn, aðra eins beit og þessa finnur þú hvergi handa
hjörð þinni, og hér er svali í skugganum.“
Merkúr, niður Atlasar, settist hjá honum og stvtti stundirnar með
284