Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 108

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 108
EIMREIÐIN notið þess meir að heyra þessi hróp kappinn Megareifsson eða mærin Sköneifsdóttir. Ó hve oft, er henni var leikur einn að fara fram úr honum, varð henni á að hægja á sér og þjóta ekki fram fyrir hann fyrr en eftir drykklanga stund, svo mjög dvaldist henni við að horfa í andlit honum. Hann blæs af mæði úr þurrum munni, en markið var enn Jangt undan. Þá loks varpar hann frá sér einu eplinu. Mærin undrast, og af því að hana langar í gljáandi eplið, beygir hún út af brautinni og tínir það upp, þar sem það skoppar áfram. Hippomenes skýzt fram hjá, og áhorfendur klappa, svo undir tekur í bekkjunum. En hún kemur á harðaspretti og vinnur aftur upp tímatöfina, þannig að sveinninn dregst enn aftur úr. Hann kastar aftur öðru epli og tefur hana um stund, en allt fer þó á sömu leið, að hún eltir hann uppi og þýtur fram hjá. Eftir var aðeins lokaspretturinn. ,,Nú heiti ég á þig, gyðja,“ kall- aði hann, ,,á þig, sem gafst mér eplið!“ Og hann þeytti af alefli gló- andi gulleplinu á ská út af brautinni til að tefja meyna sem mest. Hún virtist á báðum áttum og vissi ekki, hvort hún ætti að fara eftir eplinu eða ekki. En ég neyddi hana til að tína það upp og þyngdi það, þannig að byrðin og tímatöfin lögðust á eitt. Og svo saga mín verði ekki lengri en blaupið: Atalanta beið ósigur og sigurvegarinn hlaut laun sín.“ PAN OG SYRINX Alvaldur þoldi nú ekki lengur að horfa á raunir ástmeyjar sinnar og kallaði á son sinn, er hann átti með dóttur Atlasar, og bauð hon um að vega Argus varðmann. Merkúr brá við skjótt, hann dró vængskóna á fætur sér, staf sinn, svefnvald, greip hann styrkri hendi og setti hattinn barðastóra á höf- uðið, og þannig hélt hann niður til jarðar. Þar tók hann ofan hatt- inn og dró af sér skóna, en hafði stafinn í hendi. Hann gekk búinn sem hjarðsveinn um óbyggðir og rak með stafn- um á undan sér hóp af geitum, er urðu á vegi hans, og blés í hjarðpípu. Argus heyrði hinn nýstárlega hljóm, þar sem hann sat á verðinum, og hann kallar: ,;Heyr þú mig,-hver sem þú annars ert, seztu hérna hjá mér á steininn, aðra eins beit og þessa finnur þú hvergi handa hjörð þinni, og hér er svali í skugganum.“ Merkúr, niður Atlasar, settist hjá honum og stvtti stundirnar með 284
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.