Eimreiðin - 01.07.1975, Side 110
EIMREIÐIN
SMÁSAGA EFTIR ZOHTG BAYAR
Skytturnar
Söngur vefstólanna hljóðnaði um
leið og rafstraumurinn í þykkum
svörtum plasthúðuðum leiðslunum var
rofinn. Það gerðist ekki í einu vet-
fangi. Sumir þeirra stöðvuðust þó á
augabragði, aðrir smám saman. Söng-
ur þeirra dvínaði uns hann varð að
veiku hvísli. Það rumdi í þeim í fyrstu,
síðan varð hljóðið að hvfskri. Eftir
örstutta stund yrði allt hljótt. Nema
bergmálið í hugum okkar. Lengi. Re-
cep verkstjóri, vambmikill með skyrtu-
ermar brettar upp, skugga á sköllóttu
höfðinu, stóð nú í ljósglætu sem lagði
enn inn um gluggana á þaki verkstæð-
isins, geispaði:
„Jæja þá, jumm og ja . . .“
Hann studdi höndum á mjaðmir.
Hendurnar ataðar vélarolíu, hendur
ólíkar höndum, frekar svipaðar töng-
um.
„Jæja, strákar, matarhlé."
Loftið á verkstæðinu var mettað
mistri . . . öllu heldur reyk . . . Og
þó varla reyk, heldur . . . Baðmullar-
agnir sveimuðu í loftinu og þráðar-
spottar, agnir smáar sem ryk, léttar
sem svif . . . Þokukennt loft sem
leysti upp skarpar útlínur allra hluta.
í fimm metra fjarlægð var sjón að sjá
vefstólana sveipaða þess konar lofti.
Þeir litu út eins og stór, ráðþrota dýr
. . . Framandi, villt dýr á þokukvöldi
í frumskógi, hlaupin út úr myrkviðinu.
Svartir, ataðir olíu og miklir um sig
. . . Allt í einu birtist fólk að baki
vefstólanna. Ungar stúlkur . . . Kon-
ur sem höfðu sveipað höfuð sín svört-
um eða hvítum treflum . . . Unglingar
á þröskuldi manndóms, tæplega sprott-
in grön . . . Ungir menn fölir í and-
liti . . . Flokkstjórar slitnir og lúnir
af átökum við vélar og þræði . . . Þó,
í augum sumra var ljómi. Augnaráð
annarra dauft, sljótt og myrkt. Eftir
endalaust strit frá klukkan sjö að
morgni til tólf, strit sem mæddi á þol-
gæðinu og varð óbærilegra með hverri
mínútu. Á þeirri stundu þegar þú ert
að því kominn að gefast upp, sann-
færður um að ekki er lengur hægt að
halda áfram, þá skyndilega, án nokk-
286