Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 110

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 110
EIMREIÐIN SMÁSAGA EFTIR ZOHTG BAYAR Skytturnar Söngur vefstólanna hljóðnaði um leið og rafstraumurinn í þykkum svörtum plasthúðuðum leiðslunum var rofinn. Það gerðist ekki í einu vet- fangi. Sumir þeirra stöðvuðust þó á augabragði, aðrir smám saman. Söng- ur þeirra dvínaði uns hann varð að veiku hvísli. Það rumdi í þeim í fyrstu, síðan varð hljóðið að hvfskri. Eftir örstutta stund yrði allt hljótt. Nema bergmálið í hugum okkar. Lengi. Re- cep verkstjóri, vambmikill með skyrtu- ermar brettar upp, skugga á sköllóttu höfðinu, stóð nú í ljósglætu sem lagði enn inn um gluggana á þaki verkstæð- isins, geispaði: „Jæja þá, jumm og ja . . .“ Hann studdi höndum á mjaðmir. Hendurnar ataðar vélarolíu, hendur ólíkar höndum, frekar svipaðar töng- um. „Jæja, strákar, matarhlé." Loftið á verkstæðinu var mettað mistri . . . öllu heldur reyk . . . Og þó varla reyk, heldur . . . Baðmullar- agnir sveimuðu í loftinu og þráðar- spottar, agnir smáar sem ryk, léttar sem svif . . . Þokukennt loft sem leysti upp skarpar útlínur allra hluta. í fimm metra fjarlægð var sjón að sjá vefstólana sveipaða þess konar lofti. Þeir litu út eins og stór, ráðþrota dýr . . . Framandi, villt dýr á þokukvöldi í frumskógi, hlaupin út úr myrkviðinu. Svartir, ataðir olíu og miklir um sig . . . Allt í einu birtist fólk að baki vefstólanna. Ungar stúlkur . . . Kon- ur sem höfðu sveipað höfuð sín svört- um eða hvítum treflum . . . Unglingar á þröskuldi manndóms, tæplega sprott- in grön . . . Ungir menn fölir í and- liti . . . Flokkstjórar slitnir og lúnir af átökum við vélar og þræði . . . Þó, í augum sumra var ljómi. Augnaráð annarra dauft, sljótt og myrkt. Eftir endalaust strit frá klukkan sjö að morgni til tólf, strit sem mæddi á þol- gæðinu og varð óbærilegra með hverri mínútu. Á þeirri stundu þegar þú ert að því kominn að gefast upp, sann- færður um að ekki er lengur hægt að halda áfram, þá skyndilega, án nokk- 286
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.