Eimreiðin - 01.07.1975, Side 111
ÉIMREIÐIN
urs fyrirboða, þá hljóðna veístólarnir.
Það leynir sér ekki að átök eiga
sér stað. Vonlaus barátta við vélarn-
ar . . .
Skytturnar í vefstólnum sneru
þráðunum í hreinu æði, smurðir stál-
bitar, hraðar en auga á festi, aftur og
fram . . . Leikföng' myrkrahöfðingj-
ans . . . Snerust eins og skoppara-
kringlur í mjúkum, smurðum slíðr-
um. „Gaman væri að eiga svona leik-
fang . . Um leið og ein grípur
þráðarendann og snarsnýst hina leið-
ina, þá hefur önnur þrifið nýjan enda,
tilbúin að snúa sér sama veg til baka.
Skyttur djöfulsins, að innan gerðar úr
stáli en viði að utan og allra yst úr
gljáfægðri valhnotu. Eineygð skrímsli
. . . Pegar risastórar vélarnar sem
knýja vefstólana hætta störfum, þá
flýr sálin úr skyttunum og þær sofna.
En niðurinn í þeim heldur áfram að
suða fyrir eyrum mér allt matarhléið.
Þær tala, líka. Tala hver við aðra,
þó ég skilji ekki tungumál þeirra.
Recep verkstjóri skilur þær hins veg-
ar. Stundum rekur hann nefið út í
loftið og gónir upp í þakið. Þá er
hann vafalaust að hlusta á skytturn-
ar. Um leið og hann þrýstir á rofann
hefst samtal þeirra . . . Hvað skyldu
þær vera að tala um? Hvað skyldu
þær vera að segja spólufylli gulra,
grænna, svartra, hvítra þráða? Ég skil
ekki tungumál þeirra. Raddir þeirra
hljóma úr fjarlægri, framandi veröld.
„Klíkkítíklakk . . . klíkkítílakk . . .
klakk, klakk . . “ Óskiljanlegt, fyrir
mér eingöngu niður. Niður sem hækk-
ar smám saman og sækir í sig veðr-
ið, þröngvar sér inn um eyrun á mér
og inn í höfuðið og þrýstir á heil-
ann. Rétt um það bil sem niðurinn
er hættur að haía þessi áhrif og far
inn að dvína, þá ar matarhléinu lok-
ið og við hefjum vinnuna á nýjan
leik. Eineygð, fægð, hál skrímsli snú-
ast aftur og fram og fram og aftur.
„Aftur og aftur . . Eintóna, óslit-
ið, þreytandi.
Allt í einu birtist fólk að baki vef-
stólanna, sem fylltu salinn svo vart
var unnt að smokra sér milli þeirra.
Ayhan hlær, sviptir af sér rauðum
treflinum sem nún hefur vafið um
höfuðið á sér. Augun í henni eru stór
og brún. „Eða svört. Ég man það
ekki lengur.“ En hún er mittismjó, á
því leikur enginn vafi. Mikil um
mjaðmirnar og fæturnir holdugir. Ekki
nóg með það, þeir eru náhvítir að
auki. Það liggur við að þykkir brúnir
sokkarnir bresti utan af þessum fót-
um hennar.
Að baki vefstólanna birtist fólkið.
Ísmí, þrettán ára að aldri, ári eldri
en ég. Ísmí. Hvað ég varð hissa þeg-
ar ég heyrði fyrst þetta nafn hennar,
sem í rauninni þýðir ekki annað en
„nafnið hennar“. Ljóshærð með tíkar-
spena. Vafðir rauðum, gömlum og
snjáðum borðum sem löfðu alla leið
niður á nýþroskuð brjóstin. Þreytt.
Sigursælar hendurnar í styrjöldinni
við hrekkjóttar Ivkkjurnar. Sigurlaun-
in? Ekki önnur en þau að þræðirnir
hafa litað á henni höndina.
Fólk á bak við vefstólana . . .
Zanil, með húfuna út á hlið, há-
vaxinn og grannur, sveigður eins og
bogi. Brátt mundi hann rétta úr sér.
Því hann bograr alltaf yfir skyttun-
um. Eftir matinn og sígarettuna mundi
hann hverfa bak við vefstólinn sinn
með átta eða tíu keilur (spólur?), mjó-
slegnar keilur festar í toppinn. Þá
biður hann Ismí, sem bæði aðstoðar
hann og Ayhan við vélarnar, um glas
af vatni titrandi röddu rétt eins og
hann væri gráti næst. „Ísmí, í guðs-
bænum . . .“ Síðan mundi hann reyna
að koma auga á Nevin sem vinnur
287