Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 112
ÉIMREIÐIN
288
við eina nýju vélanna og takist hon-
um það ekki, þá snýr hann sér aftur
að skyttunum sínum.
Að baki vefstólanna . . .
Hafize, sem gekk þeim í systur
stað, þó hún væri alltof gömul að
gegna því nafni. Yrði einhverjum á
að kalla hana óvart „frænku“ var
ekki svars að vænta frá henni næstu
daga. „Heyrðu mig, Hafize, stúlku-
tötur, þú ert farin að eldast, ha? Far-
in að grána . . .“ Pá hyldi hún hárið
á sér í skyndi með sjalinu sínu: „Hvur?
Ég? ÉG farin að eldast. Það eru ekki
nema tveir þrír dagar síðan ég fékk
konu í heimsókn sem endilega vildi
fá mig til að giftast inn í fjölskyld-
una hennar. Og hvað haldiði að brúð-
guminn hafi verið gamall? Yngri en
Zanil, það get ég svarið . . . Ég gerði
mér ekki einu sinni það ómak að bjóða
henni upp á kaffisopa.“ Hún lýtur
höfði. Lítur flóttalega undan. Heidur
síðan áfram lágum rómi: „Stóra syst-
ir mín sagði: við eigum enga gjaf-
vaxta stúlku.“ Pað reka allir upp hlát-
ur á vinnustaðnum, ég líka og Ismí.
Hafize sýnir af sér tilburði að þrífa
kústskaftið sem stendur í horninu.
„Pið! Unglingskvikindi!" Ismí hlær
dillandi hlátri, perluskærum hlátri.
Hárri rödd eins og gullnu fínkurnar
sem kenndar eru við nóvember . . .
Ég læðist á eftir henni, gríp um hand-
legginn á henni: „Hvað ertu með í
malpokanum þínum?“ Kartöflur og
kjötbollur. Hmmmm, en ljúffengt:
Segðu henni mömmu þinni að ætla
mér fáeinar á morgun, ha? Allt í
lagi, segir Ísmí glöð í bragði. Ég horfi
í augu hennar: sölt og blá. Eins og
hafið.
Að baki vefstólanna . . .
Ísmaíl verkstjóri birtist. Gengur
hægum skrefum, dragnast áfram.
Ermahlífarnar á bláum vinnusloppn-
um hans dökkar og rakar af svita.
Hann sviptir þeim af með einu hand-
bragði. Hárin á bringu hans koma í
Ijós milli axlabandanna á nærbolnum.
Pau eru gránuð, nei, hvítnuð eins og
hárin á höfðinu á honum. Hann smeyg-
ir sér í röndótta skyrtu, klappar
kumpánlega á bakið á Zanil. „Á laug-
ardagskvöld, gleymdu ekki . . .“ Hann
þagnar andartak, síðan deplar hann
augunum, bætir við: „Við skulum al-
deilis sleppa fram af okkur beisl-
inu . . .“
Bak við elsta, óhreinasta vefstól-
inn í verksmiðjunni . . .
Nazim spyrnir fótaskemlinum sín-
um reiðilega til hliðar. „Petta kalliði
líf. Pað er allt á ringulreið í höfðinu
í mér, rétt eins og á sígaunamarkað-
inum í Sulukule . . .“ I fjárans vél-
inni eru að minnsta kosti billjónir
býflugna og verst af öllu: þær suða
allar í einu. Dálítill hvítur þráðar-
spotti hefur lent í vinstra augnakrók
hans. Annar endinn lafir meðfram
löngum svörtum augnhárunum. Par
liðast hann svo engu líkara en hann
sé hluti af andlitsdráttum hans. Naz-
im er skólagenginn . . . Hann kann
jafnvel ensku. „One, two fuckle my
shoe . . .“ Hann var umsjónarmaður
á ávaxtamarkaðnum áður en hann hóf
störf við verksmiðjuna. Pegar einn
burðarkarlanna varð uppvís að svikum,
þá hafði hann engin orð um en lét
hnefaréttinn ráða svo nánustu ættingj-
ar báru ekki lengur kennsl á nef
mannsins og munn. Og síðan var það
eitt kvöldið að formaður burðarkarl-
anna, fyrrum alræmdur óeirðarseggur
á götum Istanbul, safnaði saman öll-
um burðarkörlunum og umkringdi
hann. Pað var að sumarlagi. Peir
höfðu flestir stóru, djúpu burðarkörf-
urnar sínar og vatnsmelónur — flest-
ar orðnar bragðlausar — voru þeir