Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 118
EIMREIÐIN
rit eftir hann og fleiri hafa verið flutt hér í leikhúsum og útvarpi. Davíð var
kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík í byggðakosningunum 1974.
Einar Hákonarson listmálari fæddist 14. janúar 1945. Hann stundaði list-
nám við Handíða- og myndlistaskólann 1960—1964 og Valand-listaháskólann
í Svíþjóð 1964—1967. Einar er kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands.
Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt fæddist í Reykjavík 2. apríl 1941. Hún
varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og lauk prófi í innanhúss-
arkitektúr frá Leicesterfjöllistaskólanum á Bretlandi 1967. Hún stundaði nám í
leturlist við Listaskólann í Liverpool 1968—1969, en starfar nú sem innanhúss-
arkitekt.
Gestur Ólafsson arkitekt fæddist á Mosvöllum í önundarfirði 8. desember
1941. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961 og lauk prófi
í arkitektúr frá Leicesterfjöllistaskólanum á Bretlandi 1967. Hann stundaði
framhaldsnám í skipulagsfræðum í Liverpoolháskóla 1967—1969, en starfar nú
sem arkitekt og skipulagsfræðingur í Reykjavík.
Gunnar Kristjánsson prestur fæddist á Seyðisfirði 18. janúar 1945. Ilann
varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965, lauk guðfræðiprófi frá
Háskóla íslands 1970 og meistaraprófi frá háskólanum í Boston í Bandaríkjun-
um 1971. Gunnar vígðist 1971 til Vallanessprestakalls og hefur gegnt því síðan.
Gunnar Tómasson hagfræðingur fæddist í Reykjavík 30. júní 1940. Hann
varð stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1960, stundaði hagfræðinám við Man-
chesterháskóla 1960—1963 og Harvardháskóla í Bandaríkjunum 1963—1965.
Gunnar hefur starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington frá 1966 og er
nú ráðgjafi í Asíudeild.
Gunnlaugur Pórðarson lögfræðingur fæddist í Reykjavík 14. apríl 1919.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939, lauk lagaprófi frá
Háskóla Islands 1945 og doktorsprófi í alþjóðarétti frá Svartaskóla (Sorbonne)
í París 1953. Gunnlaugur var forsetaritari 1945—1950, fulltrúi í félagsmála-
ráðuneytinu 1950-—-1974, en er nú lögmaður í Reykjavík. Hann hefur ritað um
myndlist í blöð og tímarit.
Halldór I. Elíasson prófessor fæddist á Hnífsdal 16. júlí 1939. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og lauk dr. rer. nat.prófi frá Há-
skólanum í Mainz í Pýzkalandi. Halldór kenndi við Menntaskólann í Reykjavík
1964—1965, en stundaði framhaldsrannsóknir og kennslu í stærðfræði við
Princeton- og Brownháskóla í Bandaríkjunum, Háskóla Islands og Háskólann í
Warwick á Englandi árin 1965—1972. Hann varð dósent í stærðfræði við Há-
skóla íslands 1972 og prófessor 1973.
Halldór Guðjónsson stærðfræðingur fæddist í Reykjavík 27. apríl 1939.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 og lauk doktorsprófi
frá Minnesotaháskóla í Minneapolis í Bandaríkjunum 1968. Halldór er dósent
í stærðfræði við Háskóla íslands og er nú kennslustjóri.
Halldór Laxness rithöfundur fæddist í Reykjavík 23. apríl 1902. Hann hlaut
bókmenntaverðlaun Nóbels 1955. Óþarfi er að kynna verk hans íslendingum,
I en síðasta bók hans, 1 túninu heima, kom út árið 1975.