Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 121
EIMREIÐIN
Lýður Björnsson sagnfræðingur fæddist 6. júlí 1933 á Bakkaseli í Stranda-
sýslu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, lauk B.A.-
prófi í sögu og landafræði frá Háskóla íslands 1957 og cand. mag.prófi í ís-
landssögu 1965. Lýður kennir við Verzlunarskólann. Hann hefur gefið út nokkr-
ar bækur um sögu.
Magnús Gunnarsson viðskiptafræðingur fæddist í Reykjavík 6. september
1946. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla Islands 1967 og lauk viðskipta-
fræðiprófi frá Háskóla Islands 1970. Hann er kennari við Verzlunarskólann.
Magnús varð ritstjóri Eimreiðarinnar 1972.
Matthías Johannessen skáld fæddist í Reykjavík 3. janúar 1930. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1940 og lauk cand. mag.prófi í ís-
lenzkum fræðum frá Háskóla íslands 1955. Hann hefur verið ritstjóri Morgun-
blaðsins frá 1959. Matthías hefur gefið út nokkrar ljóðabækur, síðast Dagur ei
meir 1975.
Nína Björk Árnadóttir skáld fæddist á Póreyjarnúpi í Vestur-Húnavatnssýslu
7. júní 1941. Hún hefur lokið prófum frá Lýðháskóla í Danmörku og leiklistar-
skóla Leikfélags Reykjavíkur. Síðasta bók hennar, Fyrir börn og fullorðna, kom
út árið 1975.
Ragnar Jónsson í Smára fæddist í Mundakoti á Eyrarbakka 7. febrúar 1904.
Hann lauk prófi úr Verzlunarskóla íslands 1922 og hefur síðan fengizt við ýms-
an atvinnurekstur, m. a. smjörlíkisgerðina Smára, sem hann er kenndur við, og
bókaútgáfuna Helgafell. Ragnar hefur verið nefndur mæcenas íslenzkra lista, og
m. a. má geta þess, að hann gaf Alþýðusambandi fslands safn 120 málverka
eftir íslenzka listamenn árið 1961.
Sigurður Ltndal prófessor fæddist í Reykjavík 2. júlí 1931. Hann varð stúd-
ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951, lauk B.A.prófi í latínu og sögu 1957,
lagaprófi 1959 og cand. mag.prófi í sögu 1968 frá Háskóla íslands. Sigurður
stundaði framhaldsnám í réttarsögu í Kaupmannahöfn og Bonn 1960—1962.
Hann hefur verið fulltrúi Borgardómara, ritari Hæstaréttar og er nú prófessor í
lögum. Sigurður hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um Imenn-
ingarmál, sögu og lögfræði.
Steinþór Sigurðsson listmálari fæddist 14. febrúar 1933. Hann stundaði list-
nám í Konstfackskolan í Stokkhólmi 1950—1955 og í Academia del bellas Artes
í Barcelona 1955—1958. Steinþór var kennari við Handíða- og myndlistaskól-
ann 1958—1960, en hefur verið leikmyndateiknari Leikfélags Reykjavíkur frá
1960.
Unnur Eiríksdóttir rithöfundur fæddist á Bíldudal 7. júlí 1921. Hún hefur
gefið út nokkrar sögur og ljóð auk fjölmargra þýðinga. Síðasta bók hennar er
smásagnasafnið Hvítmánuður, sem kom út 1974.
Valdimar Kristinsson viðskiptafræðingur fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1929.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949, stundaði nám í París
1950—1951, lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands í janúar 1955 og
297