Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 9
Skólalíf á mi.'löldimum. 279
góða og gilda lýsingu þeirra á sjálfum sjer, þá get-
um vjer eigi álitið þá annað en erkibófa.
Sjaldan var gott samkomulag með hinum lærðu
mönnum og hinum ólærðu borgurum í fyrri daga.
Óspektir námsmanna og forrjettindi þeirra annars
vegar, og heimtufrekja hinna fyrir það sem þeir ljetu
í tje, fæði og húsaskjól, var sífellt ófriðarefni. það
var eingöngu ábatinn, sem bæjarmenn höfðu á stór-
um skóla, er sætti þá við að hafa hann innan sinna
endimarka, og eins var það hins vegar neyðin ein, er
kenndi stúdentum að gera sjer að góðu að hafa bæj-
armenn nærri sjer. Hvenær sem færi gafst, leit-
uðust hvorirtveggju við eptir mætti að jafna hver á
öðrum með spjótum og bareflum. f>að bar til í
Oxnafurðu árið 1209, einhverju sinni, er stúdentar
voru að reyna íþróttir sínar, að kona hlaut bana fyr-
ir óhapp, or einn þeirra var valdur að. Risu þá
bæjarmenn allir upp sem einn maður væri og rjeðu
á skála þann, er stúdentinn átti heima í. jpeim tókst
eigi að hafa höndur á honum, en tóku í hans stað
þrjá lagsmenn lians og hengdu þá. jpeir aftóku síð-
an að greiða neinar bætur fyrir þetta ofríkisverk.
Stúdentar gerðu sjer lítið fyrir og yfirgáfu bæinn
allir saman, fengu sfðan páfa til að leggja á borgina
bann hið meira, og hóta hverjum kennara bannfær-
ingu, er dirfðist að leita atvinnu í Oxnafurðu fyr en
borgin hefði bætt að fullu fyrir misverknað sinn.
Svo lauk, að bæjarmenn urðu að læklca seglin.
þeir kynnu ef til vill að hafa þolað nokkuð lengur
að vera án kirkjulegra athafna. En atvinnumissir-
inn var þeim óbærilegur. Málalokin urðu þau, að
stúdentar hurfu aptur til borgarinnar og höfðu þá
hálfu meiri forrjettindi en áður. I þá daga lauk