Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 4
274 Slcólalíf á miðöldunum.
skóla, 700 í Rípum o. s. frv.; en kennslan var mjög
ljeleg og notaðar til hennar harla ófullkomnar lat-
ínskar kenslubækur, svo að þeir, sem vildu taka sjer
betur fram, urðu að leita til annara landa, eins og
islendingar gerðu í þá daga. Frá Danmörku leituðu
menn einkum til París og Bologna, sjer í lagi til
París; þar var jafnvel stofnað sjerstakt Collcgiuvi
Dacicum (Daumörk var nefnd á latínu Dacia), og
það bar til, að danskir námsmenn komust þar til
svo mikilla metorða, að þeir voru gerðir að rektorum
við þann fræga háskóla. Allt þetta sýnir, að þeir
voru miklu fleiri en menn ímynda sjer almennt,
sem leituðu sje fræðslu og menntunar á miðöldunum,
og raunar miklu fleiri heldur en nokkurn tíma síð-
an um siðabótina og til þessara tíma. Jafnhliða
því, sem þessi mikli viðburður hafði gott í för með
sjer, fylgdi honum meðal annars víða sá mikli ókost-
ur, að þar með fór forgörðum öll sú skólaskipun,
sem smám saman hafði komizt á stofn á löngum
tíma, án þess að annað kæmi í þess stað beinlínis.
þegar mannlegt fjelag fór að kornast í skorður apt-
ur, eptir hin miklu umbrot og byltingar, er voru
undanfari miðaldanna, tóku menn að hafa mætur á
fróðleik og menntun aptur, og hvar sem kennari gaf
sig fram, mátti hann eiga víst, að að honurn safnað-
ist fjölmenn sveit lærisveina, sem óx óðum, ef nokk-
uð kvað að honum. Hann varö því að byrja skóla
sinn þar, sem lærisveinarnir áttu hægt með að afla
sjer nauðsynja sinna; en með því að vandfenginn
var staður, þar sem hinar tfðu landplágur á miðöld-
unum, drepsótt og hallæri, eigi gerðu vart við sig
að öðru hvoru, eru þess mörg dæmi langt fram eptir
öldum, að kennarar og lærisveinar fluttust frá ein-