Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 32

Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 32
302 Skólalíf á miðöldunum. og urðu enn að taka sjer staf í hönd og halda þaðan. þeir fóru þá til Solothúrn, og hittu þar fyrir góðan skóla, og nægilegt ofan 1 sig. En nú þótti Platter hélzt útlit fyrir, að hann muudi aldrei endast til að ljúka við nám sitt, og rjeð því af að snúa heimleið- is og hætta við allt nám. »Hver fjaudinn hefir teymt þig liingað?« spurði móður hans ; »ertu orðinn prest- ur?«—»Nei, það lán hefir ekki átt fyrir mjer að liggja«. —»þú eyðir tímanum í flakk, í stað þess að læra eitthvað, og mjer ætlar aldrei að hlotnast það lán að verða prestsmóðir#. þetta voru miður skemmti- legar viðtökur, enda hafði Platter eigi langar við- dvalir hjá móður sinni. Hann lærði þó að skrifa þar hjá presti einum í nágrenninu. Hann fór til Ziirich, og þar hitti hann loks á kennara, sem hanu hafði gagn af, og þar með var flakk hans á enda. Hann hjet Myconius og var allmikill lærdómsmað- ur. Efjá honum lærði hann latínu mikið vel. Hann varð og ágætur í grísku með tímanum, af sjálfs sín rammleik, og einnig vel að sjer í austurlandamálum. Loks varð hann sjálfur kennari og komst smátt og smátt hærra og hærra; varð á endanum frægur mað- ur og andaðist í hárri elli; var þá rektor við há- skólann í Basel. Svo fór að lokum, að löggjöfin varð að sker- ast í málið og skakka leikinn með brautingjum og skotsveinum. Jóhann Georg af Sachsen t. d. bann- ar í tilskipun 1661 hinum eldri námsmönnum að fjefletta og misþyrma hinum yngri, og leggur þunga refsing við, ef út af er brotið. það voru þó engan vegin allir fátækir námsmenn, er urðu að lifa eingöngu á bónbjörgum. Margir unnu fyrir sjer með einhverri list, er þeir höfðu

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.