Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 41
Kvæði. 311
Og sæll jeg lifði sakleysisins ár
sem svifi’ um dalinn fyrsti morgunljómi;
mín gleði var svo hrein sem himinn blár
og harmatárin ljett sem dögg á blómi.
Og mjer fannst jörðin engilvængjum á
í unaðsveldi sæl um geiminn bruna,
og allt, sem leit jeg, líktist barni þá,
og ljek sjer, eins og jeg, við náttúruna.
En æ, þú hvarfst, in æskublíða stund
og unað framar ljærð ei sálu minni.
A vori hverju ljómablóm.í lund,
en lífsins blóm ei nema — einusinni.
það dugir ei, þótt döprum augum með
þú döggvir rót þess æ með tárum þínum,
því fölnuð laufin hníga á bleikan beð,
og boginn reyr að móðurfaðmi sínum.
Og stuudir lífsins streyma burtu fljótt,
er störf með von og tilraun framsókn heyja.
En fyrst vjer rannum skeiðið svpna skjótt,
hví skal vor gleöi’ á miðri leið þá deyja?
Til liðna tímans hnípnir horfum vjer
sem hryggir farmenn ættarlands til stranda :
Að hlæja’ og njóta hlutfall barnsins er,
enn hinna eldri’ í baráttunni’ að standa.
Hvað er sá heimur, hugboð mitt er sjer
í hyllingum af vonarbjarma sínum,
mót bænum, þar sem barn jeg undi mjer,
og blómunum í æskudalnum mínum?