Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 28

Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 28
298 SkólaHf á miðöldunum. til þess að ekki heyrðist í honum hljóðin, og hýddu hann vægðarlaust. Upp frá því þorði enginn af skotsveinum fyrir sitt líf að neyta nokkurs af afla- feng sínum í laumi; »þeir vildu heldur«, segir Platter »taka bein frá hundum á strætum úti«. Hann lýsir átukanlega, hvaða þrautir hann varð að þola í Úlm : hungraður, kalinn og hrelldur í huga varð hann að syngja úti fyrir gluggum langt fram á nótt, með því að hann var hræddur við að koma heim með tvær hendur tómar og var jafnvel aldrei óhræddur um að verða eigi barinn, hvað heppinn sem hann var í að- dráttum. Hann minnist þakklátlega þess, er honum var gert gott, og nefnir einkum til þess gamla konu og guðhrædda, er var vön að núa á honum höndurn- ar til hita, vefja gæruskinni um fæturna á honum þegar hann ætlaði að sálast í kulda og hjúkra hon- um á annan hátt. Prá Úlm fóru þeir til Múnchen og höfðu þar tölu- vert upp úr sama bragðinu og áður : að sýna kufls- efnið og biðja að hjálpa sjer um eitthvað til að geta borgað saumalaunin og þurfa ekkki að ganga klæð- lausir þess vegna. En svo þégar þeir komu til Úlm ári síðar og höfðu enn til sýnir sama dúkinn og ljetu fylgja sömu söguna og áður, þá fór sum að gruna margt. »Hvað er þetta? Er þá ekki búið að sauma kuflinn þann arna enn?« sagði einn. »Burt með ykkur! þið eruð að gabba mann« sagði annar. »Jeg held þjð verðið búnir að slíta henni út, kápunni þeirri arna, áður en farið er að taka að hónni eitt spor« mælti hinn þriðji, og hann gat nærri því sem var; því á því að flækja dúknum með sjer hvernig sem veður var og í ryskingum við aðra flakkara var öll ló slitiu af honurn og jafnvel komnar í hann rifur.

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.