Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 20

Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 20
290 Skólallf á miðöldunum, höfði sjer, er þeir hugðu á vísindaiðkanir. Styrj- aldir heptu jafnaðarlega för þeirra, og aldrei var óhætt fyrir stigamönnum. þeir sem eitthvað höfðu af að láta, voru þrásækilega rændir og misþyrmt á ýmsan vegu, t. d. bundnir við trje út í skógi, eins og hinn frægi Anselmus af Kantaraborg, er stigamenn rjeðu á skammt frá klaustri sjálfs hans, Bec í Norð- mandfu ; ekki voru allir eins lánsamir og hann,. að losna aptur, áður en úlfarnir eða kuldi og sultur gerðu út af við þá. Megnið af þessum umrennandi vísindamönnum voru þó af almúgafólki, og fleyttu sjer fram á bón- björgum alla sína skólatíð. Komust ýmsir þeirra síðan til æðstu metorða, urðu frægustu lagamenn, dugandi stjórnvitringar, ráðgjafar og jafnvel stund- um páfar. Námstíð þeirra var eintómt andstreymi og mæða. Cervantés skáld talar eflaust af sjálfs sín reynslu, er hann lætur Don Quixote fara svo fólldum orðum um raunir þeirra: »Bigum vjer að telja upp þrautir námsmanna, þá verður að nefna fátæktina fyrst og fremst. þoir reyna volæðið í öll- um myndum: kulda, sult og klæðleysi. Bitthvað fá þeir þó optast að nærast á, annaðhvort matar- leifar af borðum ríkismanna eða brauðmola í klaustr- unum, sem er hið síðasta og aumasta athvarf fátækra stúdenta; þeir hitta optast nær fyrir eitthvert hreysi, þar sem menn eru svo brjóstgóðir að lofa þeim að verma sig við hlóðasteininn og hýrast undir þaki náttlangt. Jeg óska eigi að fá mjer til orða önnur óþægindi, er þeir eiga við að biia, svo sem skóleysi og að þeir verða að ganga í gatslitnum flíkum, eða hitt, að þeim er svo hætt við að jeta yfir sig, þ!X sjaldan hnífur þeirra kemur í feitt ket«.

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.