Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 22

Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 22
292 Skólalíf á miðöldunum. |>að var tíðast í þá daga, segir Platter, að ungir menn, er vildu afla sjer menntunar, og þá einkum þeir, er bjuggu sig undir að verða próstar, ferðuðust til og frá, stundum einir, en opt og tíðum margir sam- an. þeir voru optastnær bláfátækir, og höfðu eigi annað ráð en að bjarga sjer á sníkjum, bæði á ferðalagi og við skólana. Ferðalangar þessir skipt- ust í tvo flokka. Hinir eldri og þroskaðri voru kallaðir bakkantar (flögrarar, brautingjar), hinir yngri tirailleurar (skyttur, skotsveinar). |>að var skylda brautingja að kenna hinum yngri fræði sín, en þeir áttu aptur að þjóna hver sínum brautingja, fylgja honum hvað sem hann fór, sníkja fyrir hann, og, brygðist það, þá að »fara á veiðar«, sem kallað var, en það var að hnupla og stela eptir þörf- um, hiklaust og blygðunarlaust. það var opt lítið um að brautingjar hjeldu það sem þeim bar af samningi þessum; en vei þeim skotsveini, er van- rækti það sem honurn var á herðar lagt. Hin- ir yngri voru þannig látnir þræla eins og skepn- ur, sníkja’ og stela, og venjast smámsaman hvers konar löstum; en brautingjar lifðu á sveita þeirra, áttu glaða daga, lifðu í sukki og svalli og voru opt og tíðum regluleg landplága þar sem þeir fóru um, þeir Platter og frændi hans slógust í för með nokkrum fátækum skölasveinum í Konstanz og hjeldu af stað til Breslau. þeir voru níu saman, sex brautingjar og þrír skotsveiuar. Leið þeirra lá um Augsburg, Begensburg og Prag. Smásveinarnir sníktu í bæjum og þorpum, er fyrir þeim urðu, og hinir sátu að krásunum í veitingahúsum. Af því að Platter var svo smár vexti og lítilsigldur, svo og fyrir

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.