Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 21
1
Skólalíf á miðöldunum. 291
Að þetta eru engar ýkjur hjá Cervantes, má sjá
greinilega á eptirfarandi lýsingu á æfikjörum fátseks
skólapilts, eins og þau voru um lok miðaldanna.
Thomas Platter var frægur lærdómsmaður á 16.
öld, samtíða Lúter og Zwingli. Hann var fæddur í
St. Gallen 1 Sviss. Hann var geitahirðir í æsku í
átthögum sínum, þangað til hann var 9 vetra. En
móður hans, sem var fátæk ekkja, langaði ákaflega
mikið til, eins og margar mæður í þá daga, að einhver
af sonum sínum yrði prestur; því það var almenn
trú í þá daga, að ávarp engilsins við Maríu : Blessuð
sjert þú meðal kvenna, ætti við allar mæður, er
ættu prest fyrir son. Móðir Tómasar hafði nú bezta
trú á honum af sonum sínum til slíkra hluta og kom
honum í skóla hjá presti í nágrenni við sig. Hann
lærði þar ekki annað en dálítið f söng, með því að
það var klerki arðsvon ; því undir eins og lærisveinn-
inn var farinn að geta haft rjett yfir eitt sálmlag,
var hann sendur út til þess að syngja fyrir dyrum
manna til ölmusu sjer. Klerkur skipti sjer að öðru
leyti ekki mikið af lærisveini sínum; hann gerði ekki
nema hárreytti hann eða kippti í eyrað á honum,
þegar illa lá á honum. Móðir Platters sá, að þessi
kennsluaðferð mundi skammt duga til að gjöra prest
úr syni sínum. Hún tók þá það ráð, að reyna að
koma honum í munaðarleysingjaskóla. Prændi
drengsins, ér lijet Páll Sumermatter, piltur um tví-
tugt, stór og sterkur, og sem hafði verið í skóla
nokkur ár, var þá staddur þar í þorpinu í kynnisför.
Honum gaf ekkjan oitt gyllini til að taka Tómas
litla að sjer og koma honum í stöfun um alla leynd-
ardóma námsmannasamkundunnar.
19*