Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 31
Skólalif á miðöldunum. 301
og sá þar hina svissnesku drengi á hvítu treyjunum
þeirra, segist hann hafa verið eins sæll og hann hefði
himininn höndum tekiö. Hann hafði þó eigi lyst á
að vera þar til lengdar, af þvf að þar var svo mikil
umferð. Hann hjelt þaðan til Ziirich og hitti þar
nokkra brautingja frá St. Gallen og'bauð þeim sína
þjónustu í skotsveins stað. Margur mundi ætla,
að hann hefði verið búinn að fá nóg af þess konar
starfi um æfina. En hann Iangaði allt af til að
verða stúdent og þá var bonum nauðugur einn kost-
ur að reyna að hafa ofan af fyrir sjer með þessu
móti. Meðan hann var í Zúrich, fjekk hann orð-
sending frá frænda sínum, er hafði gefizt upp að
elta hann, og Ijet nú fyrir berast í Miinchen. Hann
hjet nú Tómasi fyrirgefningu, ef hann vildi hverfa
heim aptur. Platter gaf því boði engan gaum, sem
nærri má geta. Hinir nýju húsbændur hans reynd-
ust að vísu eigi hóti betri, og sti’auk hann þá frá
þeim, og slógst í för með dreng á hans reki, er An-
thony Benetz hjet.trr f>eir fóru til Strassborgar, hittu
þar mesta sæg af bláfátækum skólasveinum, en eng-
an almennilegan skóla. f>eir hjeldu því þaðan til
Schlettstadt. A leiðinni þangað var þeim sagt, að
þar væri fullt af fátækum skólasveinum. þóttu þeim
það eigi góð tíðindi, og Benetz fór að gráta. »Jeg
bað hann að vera hughraustan« segir Platter, »og
sagði honum, að svo framarlega sem einn einasti
fátækur skólapiltur gæti komizt af í Schlettstadt, þá
treysti jeg mjer til að ala önn fyrir okkur báðum«.
3?ar byrjað Platter fyrst á reglulegu námi af alvöru;
hann var þá orðinn 18 vetra. En eigi leið á löngu
áður en svo varð mikil aðsókn þangað af fátækum
skólasveinum, að þeir fjelagar höfðu ekki ofan í sig