Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 23

Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 23
Skólalff á miðöldunum. 393 það, að hanu var reglulegur Svissi, en þeir voru sjald- sjenir í þá daga austan til á þýzkalandi og þar að auki mörgum íorvitni á að sjá þá sakir orðstírs þess og frægðar, er þeir höfðu hlotið í frelsisstyrjöld sinni, þá varð honum óvenju-vel til, þar sem hann beidd- ist ölmusu, og fjekk opt alls nægtir þar sem aðrir gengu tómhentir frá. En hann hafði þess litlar nytj- ar sjálfur, því frændi hans hirti allt, sem hann við- aði að, og barði hann miskunnarlaust, ef hann gerð- ist svo djarfur að taka nokkuð handa sjálfum sjer. Hann Ijét hann aldrei hafa hvíld, og þegar hann var uppgefinn af göngu, gekk Páll á eptir honum og lamdi hann í bera fótleggina með reyrpriki, er hann haföi í hendinni. þegar þeir fjelagar nálguðust Slesíu, fræddu braut- ingjar þjónustusveina sína á því, að það væri lög þar í landi,'að fátækir námsveinar mættu stela gæsum, önd- um og öðrum matföngum. Platter að minnsta kosti lagði fullan trúnað á þetta, og hlakkaði mjög til þeirrar stundar, er hann stigi fæti sínum í það land og mætti neyta allra þeirra rjettinda og hlunninda hvað þjófnað snerti, er stjett hans væri þar aðnjótandi. í fyrsta þorpinu, er þeir komu að í Slesíu, sáu þeir feita gæs vappa yfir veginn. Platter var eigi seinn á sjer og rotaði gæsina með steini, stakk henni síðan inn undir kuíl sinn, og ljet sjer hvergi bregða, þótt eigandinn stæði þar rjett lijá og horfði á. Hann varð því mjög forviða, er tiltæki hans vakti megnasta upp- þot, og þorpsbúar veittu þeim fjelögum eptirför með vopnum, til að heimta aptur ránsfenginn og refsa sökudólgunum. þeir slepptu gæsinni og áttu fótum sínum fjör að lauua. Síðan, er þeir ræddu þennan atburð með sjer, bar hinum öllum saman um það,

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.