Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 16
286 Skólalíf á miðöldunura.
fóru jafnvel til Aþenu eða austur í Miklagarð að
læra grísku, eða brutust jafnvel gegn um ótal tor-
færur austur í heim til þess að nema þar arabisku,
er menn höfðu miklar mætur á í þá daga.
Annað það, er lærðum mönnum gekk til að vera
svona víðförulir, var, að þá langaði til að sýna lærdóin
sinn. þeir som kunnu mörg mál eða voru vel heima
í mörgum vísindum, voru jafnvel eins áfjáðir að sýna
yfirburði sína eins og hjegómlegt kvennfólk að láta
dást að fegurð sinni. ]pað varð því tízka, að vel
lærðir menn ferðuðust frá einum frægum háskólanum
til annars til þess að bera þar upp hugvitsamlegar
hártoganir, einhverja kátlega sjervizku eða skrítilega
fyndni, og skoruðu embættisbræður sína á hólm að
þreyta við sig kappræður um það. Frægastur allra
slíkra snillinga var Ferdínand frá Cordóva. Hann
Ijet sjá sig í París þegar hann var á 19. árinu, árið
1445, svo sem fyrirmynd karlmannlegs fríðleiks og
það fyrirtak að lærdómi, að undrum gegndi. Hann
kunni að mæla á allar þær tungur, er þá voru kunn-
ar ; hann var afbragðs-lagamaður ; djúpsettur guð-
fræðingur; ágætur læknir; mætavel að sjer í tölvísi
og stjörnufræði. Hann var jafnkunnugur ritum
Galens, Avicenna, Hippókrates og Aristóteles eins og
ritum frægustu meistara á sjálfs hans dögum1. Allan
þennan óbotnandi lærdóm hafði hann svo vel á sínu
valdi sem ekkert væri. þar að auki var hann hinn
I) Galenus, Avicenna og Hippólcrates voru frægir læknar,
Galenus rómverskur, j-200 e. Kr.; Avicenna arabiskur, j-1037;
°g Hippókrates grískur, j-377 f. Kr.; Aristóteles griskurheim-
spekingur og náttúrufræðingur,_ hinn frægasti í fornöld, j- 322.
Rit þessara nianna voru aðalbrunnur allra þeirra visiuda á
miðöldunum.