Ægir - 01.01.1913, Qupperneq 3
M Á N A Ð A R R I T F I S K I F J E L A G S í S L A N D S
6. árg.
Reykjavík. Jan. og Febr. 1913.
Nr. I og 2.
Yfirlit yfir árið 1912.
Það niá yfirleilt segja að árið 1912 hafi
verið fremur hagstætt fyrir þá, sem fiski-
veiðar stunduðu hjer við land, hæði á
botnvörpuskipum, þilskipum, mótorbátum
og opnum bátum. Verð aflans vor nokk-
uð minna en rnenn höfðu gert sjer von
um, einkum var tilfinnanlegt verðfall á
Iifur og hrognum, frá því sem hafði verið
árið áður, þar sem lifur var í 12—15 a.
pt. 1911, en þetta ár að eins 8—10 a. —
Hrogn komust 1911 upp í 35 kr. tunnan
hæst, en 1911 að eins 10 kr. og sumstað-
ar minna. Fiskverðið var svipað og árið
áður, og þó mátti það heita fremur merki-
legt að það skyldi ekki verða lægra, þar
sem Norvegsaílinn varð x/s meira en áður,
og hafði því eðlilega þau áhrif á verð á
lifur og hrognum, að þessar afurðir fjellu
svo mjög i verði. En hvað fiskveiðum
viðvikur, þá hafði kolaverkfallið mikla á
Englandi þau áhrif, að framleiðsla og fram-
boð hjelst nokkurnveginn í hlutfalli hvað
við annað, þar sem mörg botnvörpuskip
urðu að hætta um sinn af þeim ástæðum.
Síldveiði reyndist og góð í snyrpinætur
fyrir Norðurlandi, og verðið fyrir aflann
Yarð einnig' golt, rniklu betra en um mörg
ár áður, og má að nokkuru leyti þakka
það síldarmatinu, sem er farið að sýna á-
hrif sín.
Mótorbátum hefir fjölgað á árinu alstað-
ar nokkuð, en mest við Faxaflóa og í
Vestmanneyjum. Frá Vestmanneyjum fisk-
uðu 65 bátar á vetrarvertið, og var það
15 íleiri en árinu áðnr. Enn fremur bætt-
ust við 8 mótorbátar sem stunduðu veiði
við Faxaflóa, eða 20 alls.
Hvað afiast liafi alls á mótorbáta eg opna
báta við landið, er ekki unt að segja með
vissu, sízt nú, en þegar gætt er að því, að
eftir Landshagsskýrslunum fyrir árið 1909,
er áætlað að aflinn hafi alls numið um
12 milj. fiska, þá má óhælt fullyrða, að
aflinn umliðið ár hafi orðið alt að 15 milj.
Þilskipaveiði hefir heldur farið hnign-
andi þetta ár, en þá fiskuðu frá Faxaflóa
á vetrarvertíð 37 þilskip sem öfluðu yfir
þann tírna 2,200 þús. fiska. Nokkuð færri
skip fiskuðu yfir sumarið, og aflinn frem-
ur rir, bæði bjer og við Vestfirði.
16 botnvörpuskip fiskuðu þetta ár, og
voru gerð út af íslendingum og öfluðu yfir
vetrarvertíðina 3 milj. fiska, þar fyrir ut-
an lögðu 13 botnvörpuskip afla sinn hjer
upp, sumpart seldu hann, eða lögðu liann
á land til verkunar. 4 ný botnvörpuskip
voru bygð þelta ár, og auk þess keypt 2,
og má það heita góð viðkoma.
Hvað allur aflinn nemur miklu að tölu
hjá öllum íslenzka fiskiflotanum, er ekki
að svo stöddu hægt að* segja; enda verður
sú tala ónákvæm og óáreiðanleg, hvenær
sem hún kemur í dagsins Ijós, sem fyrst
má gera ráð fyrir að verði $915, ef eítir
vanda lætur, og er það illa farið, en eftir
lauslegi'i ágizkun, bygðri á mjög sennileg-
um upplýsingum, verður hún þannig: