Ægir - 01.01.1913, Qupperneq 9
Æ G I R
7
funding, af því að það hindrar það tap
sein lilýzt af því að geyma matvörur í
óhreinu lofti.
Hvorl sem það er grænmeti, kjöt, fiskur,
mjólk, smjör eða egg, þá er hægt að halda
því óskemdu lengri eða skemri tíma með
ózon, og er sem sagt ómctanlegt að sleppa
við að nota alls konar meira eða minna
skaðleg efnalyf. Til þess að mjólk og
smjör geymist vel þarf ekki að hafa ann-
að en ózon-tæki á smjörbúinu, eða þar
sem mjólkin annars er geymd. Til þess
að vera viss um að drepa sótlnæmi sem
kann að vera í mat, þá má hella yfir hann
fljótandi ózon. Til þess að geyma egg er
ózon ágætt með því að það svrir óloftið
sem skemmir svo mjög á þeim bragðið
og kemur í veg fyrir myglu í skurninum.
Ef á að geyma kjöt og fisk lengri tíma,
er ózon notað í sambandi við loftkælingu
og þarf þá ekki að frysta matvælin. f
öllum þeim verzlunargreinum sem fást við
eitthvert nýmeti eða niðursoðinn mat, svo
sem hjá kjölsölum og við niðursuðu á
sætu mauki o. fl. Þó mundi ózon vera
mikill húbætir.
Ástand ózons. Að menn lengi voru i
vafa um efnafræðislegt ástand þessa sýr-
ingarefnis, kom af því að það var ómögu-
legt að ná í ózon nema í svo smáum
skömtum og nákvæm rannsóknvarð erfið-
ari af því hvað efnið hefir sterkar
verkanir. En það var þó þegar árið
1785 að efnafræðingurinn Van Marum
lók eftir því, að súrefnið úr loftinu fjekk
einkennilega lykt þegar rafmagnsneista var
hleypt i gegnum það í pípu þar til gerðri
og að ef efnið tók gljáann af kvikasilfri.
Árið 1840 sýndi hinn frægi efnafræðingur
Sehönbein að þetta lyktsterka elni, sem
hann gaf nafnið ózon, gat skilið joð frá
joðkalium og haft inörg önnur sýrandi á-
hrif. En það var þó ekki fyr en 1860 að
menn fundu að ózon er ekki annað en
þjettað súrefni, og er það hinn enski efna-
fræðingur Andrews sem heffir heiðurinn af
þessari uppgötvun, og að það er sama
hvaðan þetla efni kemur, það hefir einlægt
sömu verkanir og ózon og er sem sagt
ekki samselt af tveim eða fleiri frumefn-
um, lreldur er að eins súrefni í breyttri
mynd.
Ózon er til í andrúmsloftinum í fremur
litlum rnæli. Líklega myndast það þar
af rafmagnsverkunum loftsins í þrumu-
veðri, þegar vatn gufar upp, (einkum salt-
vatn t. d. i brimi) og svo af verkunum
jurtanna á loftið. Ózon myndast líka þar
sem sólin skín á skýin..
Með því að ózon er þá einlægt í loflinu,
einkum yfir sjónum og á háfjölluin, þá er
það með rjeltu nefnt »hið sótthreinsandi
efni náttúrunnar«. Það gerir loftið holl-
ara og meira hressandi fyrir andardrátt-
inn um leið og það drepur líka skaðleg
efni, sem streyma út í það frá alls konar
pestaruppsprellum.
Ózon finst bæði í sveitalofti og þó eink-
um við sjóinn, en i bæjum er lítið eða
ekkert af því, því að ýms lífvæn efni,
reykur, brennisteinseíni og önnur óhrein-
indi sem við öndum að okkur, eyða ózon-
inu. Væri nú aftur á móti nóg af ózon
þá yrðu óhreinindin að víkja.
Sem áðar áminst hefir ózon mjög svo
skarpa lykt sem súrefnið hefir ekki, og
þarf þvi ekki milcið af því til þess að
finna það með þeffærunum. Efnið hefir
þá sterkustu sýringarhæfileika sem menn
þekkja og kemur það af því að þriðja
atomið sem mólekýlið er samsett af, er
mjög laust í sambandinn. Breytingin á
súrefni i Ózon er táknuð með líkingunni
02+0=08, og það er einmitt þetta þriðja
viðbótaratom sem á svo hægt með að
losna frá ózoninu og ganga í sainband við
önnur efni. Þess vegna hreinsar það loft-
ið svo vel. Það er eitt hið sterk-