Ægir - 01.01.1913, Page 10
8
Æ G I R
asta sótthreinsunarefni sem
m en n þekkj a.
Framleiðsla á ózon. Einu stærsti erfið-
leikinn á því að geta notað ózon til nokk-
urs, var framleiðslan á því. Það var hægt
að framleiða það á venjulegan efnafræðis-
legan hátt, en það var seinlegt og dýrt.
Aftur myndast það liæglega í rafmagns-
bogalömpum og við neista frá induktions-
verkfærum. En þar sem neistarnir ekki
eru samanliangandi rafstraumar, þá lendir
með í ózonið köfnunarefnissýringar sem
eru skaðlegar fyrir menn. Það var því
hreint ózon sem þurfti að læra að
framleiða, og það -er einmitt þetta lilutverk
sein þetla enska fjelag sagðist hafa leyst,
er það kom með verkfæri sitt inn á mark-
aðinn.
1 stuttu máli sagt er ózonið framleitt á
þann hált, að rafmagns-vtxlstraumur, ineð
íleiri þúsund volla spenningi er látinn ganga
í gegnum þjett loft og breytist þá súrefni
loftsins i ózon.
(Úr »Norslc Fiskeritidende«).
Dslotska sitðin
á útlendum markaði1).
Eftir Jón E. Bergsveinsson.
Samkvæmt fjárveitingu síðasta alþingis og
erindisbrjeíi mínu, tók jeg mjer ferð á hendur
i samráði við Stjórnarráðið til útlanda snenima
i nóv. f. á. til að kynna rojer sem best hvernig
sild skuli vera að verkun og útliti, svo að hún
verði talin fyrsta flokks vara á þeim stöðum,
þar scm belstur markaður er fyrir hana.
Par sem meginið af íslenskri sild eða með
öðrum orðuin sild þeirri, sem íslendingar selja
til úllanda, er llutt til Kaupmannahafnar, taldi
jeg rjettast að fara lyrst þangað, til þess, að
1) Ferðaskýrsla frá 1909—1910. Send til
Stjórnarráðsins.
geta gert mjer gleggri grein fyrir þvi, ai hverju
síldin er ílutt þangað, hvernig farið er með
liana þar og hvað danskir kaupmenn liefðu
um hana að segja.
Af liverju sildin Aö sildhl el' flu.lt lil KauP'
er fiutt til Kaup- mannahamar n'a Islandi stafar
mannahafnar. aö miklu le>Tti afgömlum vana
eða rjeltara sagt af því, að þar
er enn þá miðstöð íslensku verslunarinnar við
útlönd. Umboðsmenn flestra islenskra kaup-
manna eru búsettir í Kaupm.höfn og vörurnar,
sem þeir kaupa og selja fyrir þá, fara að miklu
leyti gegn um Kaupm.höfn. Fað er því ekki
nema eðlilegt að nokkru leyti, að umboðsmenn-
irnir eða kaupmennirnir dönsku, vilji fá síld-
ina til Kaupmannahafnar. þar sem þeir geta
sjeð hana með eigin augum og þess vcgna
mælt betur með henni þegar þeir bjóða hana
til kaups. Hún er lika nær markaðinum held-
ur en ef hún væri á íslandi. Auk þess er ferð-
um póstskipanna hagað þannig, að endastöð
þeirra er Kaupmannahöfn en ekkert af þeim
fer lengra.
Geymsla sildar- , F>’rir Sóflfusa .aðstoð stÓ1'-
innar i Kaupm.- kanpmannsPórarinsTuhmusar
höfn m. m. og A> F’ Möllers> Qekk ÍeS aö
sjá síld, sem komið hafði með
s/s »Perwie« og »Ingólfi« frá íslandi í oktober
mánuði.
Sildartunnurnar lágu úti og var þeim raöað
i búlka, likt og gert er um veiðitímann á Sigln-
lirði og Eyjafirði, af þvi, að ekki er til hús-
rúm fyrirþær. Mig furðaði á þvi að sjá tunn-
urnar þarna verða fyrir áhrifum sólar og veðr-
áttu eins og á íslandi; því ekkí þarf að kenua
um húslej'si i Kaupmannahöfn.
Nokkrar tunnur voru opnaðar fyrir mig, svo
jeg gæti skoðað sildina í þeim. Kom það þá
í ljós, að töluvert borð var á þær. Höfðu þó
verið áfyltar áður enn þær voru sendar frá
íslandi. — Eftir þvi sem mjer var sagt —.
Sildin flaut óreglulega ofan á pæklinum. Var
auðsjeð að hún bafði rýrnað svona frá því að
bætt var i tunnurnar, aí þvi, að þá hefir síld-
in ekki verið gegnsöltuð.
Yfirleitt var síldin góð í þessum tunnum,
en óaðgreind og því að misjafnri stærð, Nokkr-
ar síldir fann eg samt, sem áta var i, voru þær
linar og fiskurinn orðinn Ijósgrænn að lit. Mjer
var sagt, að ef tunnurnar væru skaddaðar þeg-
ar þær kæmu, væri gert við þær;helst er hætt
við að gjarðirnar brotni. Eru þá seltar nýar