Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1913, Page 20

Ægir - 01.01.1913, Page 20
18 Æ G III um mun á flestum stöðum seljast að mun ver en i nýjum þó jafngóð sje, og í Ameríku t. d. cr viða tekið svo mikið tillit lil umbúðanna á matvörum, að sjeu þær gamlar, er varan lítl seljanleg. Gyldir það engu siður um síldar- tunnur en aðrar umbúðir. Má í •sambandi við þetta, beuda á hve afar- óheppilegt það er, að flytja hingað tilbúnar síldartunnur frá öðrum löndum. Bæði vegna þess, að hætt er viö að þær skemmist í flutn- ingnum, sjerstaklega ef flutt er í þeim salt eða önnur þung vara. Og svo ekki siður af þvi, hvað leitt er til þess að vita, að landsmenn skuli i'ara á mis við jafn góða atvinnu að vetr- inum til, sem tunnugerð mundi veita. Og það því fremur sem óhætt mun mega fullyrða að slikt fyrirtæki mundi gefa af sjer góðau arð. Eftirlit )neð fermingu skipa, sem flytja út metna síld, er eilt af því sjálfsagða til þess að matið komi að tilætluöum notum. Parf eklci annað — til þess að sýna, að hjer er þörf á eftirliti — en benda á hvernig skip eru hlaðin, sem flvtja hjeðan síld til annara landa. Vanalega er hæðin milli þilja, cða frá botni og undir þiliar, látin ráða hve mörg lög af síldartunnum eru liöfð hvert ofau á öðru. Á sumum skipum er svo hátt undir þilfar, að koma má alt að 10 röðum. Á öðrum er liæð- in minni. Algengast mun vera 6 raðir, það er þó of mikið, þvi liætt er við að neðstu tunn- urnar aflagist vegna þyngsla, verði flatar og leki pæklinnm. En við það skemmist síldin. Hún þránar og er þá lítils virði þegar á mark- aðinn kemur. Sje nm fyrsta flokks vöru að ræða, má alls ekki stafla meiru en fjórum tunnu röðum á hæð, á hvert þilíar skipsins, sem síldina flytur. Og hafðir skyldu jafnan vanir menn til þess að koma tunnunum fyrir um borð í skipunum. Á Englandi eru ciðsvarnir menn. sem sjá um hleðslu skipa, sem flytja síld þaðan. Svo mikil áhersla er lögð á að fermingin sje í lagi þar. Annars er það margt, sem lagfæra þarf í sjáfarútvcginum hjá okkur og ekki livað síst i síldarúlvcginum. En litlar likur eru til að það verði'gjört í bráðina, meðan hver baukar sjer og fjelagsskapur og samvinna fara fyrir ofan garð og neðan, hjá þeim, sem stunda sjó á einhvern hátt. Virðist mjer þó íiskiveiðar við Island gætu verið arðvænlagri atvinnugrein en landbúnaður — að honum ólöstuðum — væri hún rekin með dugnaði í fjelagsskap, sem nyti ráða og leið- beiningar þar um færustu manna landsins. En hvað sem því líður, þá er hitt vist, að ef sjáfarbændur stofnuðu með sjer fjelag, sem næði yfir allt landið1) — likt og landbændur hafa nú, þar sem Búnaðarfjelag Islands er — þá mundi hægra að laga margt sem laga þarf og sjáfarútvegurinn fljótlega taka breyting til bóta og verða tryggari atvinnuvegur en nú er hann. Fiskiverkun. Eitt af því setn gæli bætt liag sjóntanna hjer á landi væri það, að verka fiskinn i fleiri vörutegundir, en venja hefir verið liingað til. Fiskurinn hefir verið saltaður og þurk- aður hjer á landi til sölu á Spáni og Gen- úa, líkast því sem kaupendur þar vilja hafa hann, og er sá verkunarmáti búinn að ná góðu áliti þar. En Norðmenn verka fisk sinn á ýmsan annan hátt. Nokkuð af honum er saltaður nýr í lagarheldar tunnur og lagður í kassa til útflutnings m. m. En hjer eru menn ntjög ófróðir um verkunar aðferð á þeim fiski, og góða sölustaði fyrir hann. Fiskiverðið á þess- um ýmsu vörutegundum hækkar og lækk- ar ekki hlutfallslega á ýmsum stöðurn og tímum svo þegar ein tegundin hækkar í verði þá geta Norðmenn farið eftir versl- unarskýrslum sinum og verkað fiskinn i þá vörutegund, sem þá er útgengilegust. Því er það nauðsynlegt að kunna að verka fiskinn í sem ílestar vörulegundir og fyrir sem flesta markaðsstaði. — 1) Siöan þetta er skrifað heílr »Fiskifjelag íslands« veriö stofnað,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.