Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1913, Page 24

Ægir - 01.01.1913, Page 24
22 Œ G 11\ Vátryggingaríjelögin hafa komist að raun um að þessi skipsbákn eru langt frá því að vera svo trygg sem ætlað var. Menn héldu að þau gætu ekki sokkið, og tryggingargjaldið var þess vegna mjög lágt. En svo álíta menn líka nauðsynlegt að setja takmörk fyrir því, hvað þessi ski]) megi vera stór. Reynslan liefir sem sje sýnt, að það er erfitt að stýra þeirn svo liðlega að kröfuin svari. Annars er líka margt sem mælir rneira með stóru skipunum fram yfir þau smáu. Þverhólfin í þeim geta orðið tiltölulega rammbyggilegri en í þeim smærri. Að þau hafa fleiri en eina skrúfu, gefur betri trygg- ingu fyrir því að þau nái liöfn, þótt eilt- hvað bjáti á. En liitt er verra, að það eru fáar aðgerðakvíar til sem hafa rúm fyrir þau, og hafnirnar eru víða ekki nægi- lega djúpar fyrir þau. í septembermán. hélt sjóíryggingasam- hand alþjóðafund með sjer í Haag út af Titanicslysinu. Ekki varð með vissu graf- ist fyrir hvað fjelögin liöfðu tapað til sam- ans á þessu slysi, því að ensku fjelögin eru ekki í tryggingarsambandinu. En það reiknuðu menn út, að ef þýzkt skip hefði orðið fyrir slysinu, þá hefði tjónið orðið sambandssjóði langt um þungbærara. (»Farmand«). Steinolíuverzlun i Jíoregi. í október síðasll. var stofnað norskt- enskt steinolíu-hlutafélag með 540.000 króna hlutafé. Tekur það við öllum eigum sem steinolíu-hlutafélagið Indian Refining Co. í Kristjaníu hefir átt. Þetta nýja hlutafélag stendur í sambandi við ensku félögin T h e S h e 11 Transport Co. og Anglo-Saxon Petroleum Co, sem bæði eru í Lon- don. Eiga þessi félög að byrgja norska félagið með olíu, því að þau eiga miklar olíulindir i ýmsum heimsálfum. Á nú að byggja ólíugeyma (Tanks) liingað og þang- að á ströndum Noregs og leggja þar með grundvöll undir varanlega steinolíu- og bensín-verzlun, sem geti keppt við hvað sem er. Fulllrúi ensku félaganna við þessa fé- lagsstofnun heitir Mr. M e i s c h k e-S m i t h og fór hann frá Noregi til Stokkhólms, til þess að stofna þar steinolíufélag á líkan hátt. Blaðið Farmand sem skýrir frá þessu, segir að þetta sé einn liðurinn í haráttunni við Standard Oil stein- olíufélagið, sem svo margir og voldugir peningamenn séu nú farnir að taka þátt í. Heima Einkasala á Steinolín Svar landstjórnarinnar viðvíkjandi mála- leytun Fiskifjelagsins um leyfisveitingu fyrir einkasölu á slcinolíu er nú komið frá Stjórnaráðinu, og er það neitandi eins og , menn höfðu rent grun í áður. Leyfissynjun sína byggir Stjórnarráðið aðallegu á tveimur ástæðum. Hinn fyrri er sú að stjórnin liafi ekki tryggingu fyrir því að þetta innlenda tjelag geti fullnægt þörfum landsins með steinolíu, og ef svo yrði, væri landið í hættu stalt, og ver hahlið en áður. I öðru lagi væru engin ákvæði í sleinolíulögunum um að hefta sölu á steinolíu þrátt fyrir einkasöluna og í því tilfelli gæti hver sem vildi ílult svo mikið af steinolíu, áður en einkalejffið færi að verka, að samkeppni yrði leyfishöfum til hnekkis. — Svo mörg eru þessi orð. Skattar frá deildum sendir Fiskifjelaginu. Frá Bildudal............7,50 Ivr. Frá Þingeyri...........10,50 Kr. Frá Akureyri............3,00 Kr. Frá Hafnarfirðí........12,00 Kr.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.