Ægir - 01.01.1913, Side 25
Æ G I R
23
Fisliast
heíir í Vestmanneyjum vel nú undanfarið
þegar geíið hefir, einnig er sagt að fiskur
sje talsverður fyrir suðurströndinni. Við
fsaQarðardjúp hefir og aflast allvel í Janúar.
Botnvörpuafli hefir verið minni og mis-
jafnari í janúar en áður, auðvitað hefir
veðráttan hamlað mikið.
Hafskipabiyggjan í Hafnarflrði. (»ísaf.«)
Bryggjau-
Hún er öll úr timbri. Uppistöðustaur-
arnir eru járnklæddir upp fyrir sjáfarmál,
til varnar trjámaðki. — Hún stendur fyrir
innan hinn svo uefnda »Fiskaldett« i vestri
liluta bæjarins, því þar er mest aðdýpi í
Hafnarfirði. Lengd landálmunnar er 61,5
m. út úr henni veit bryggjuhausinn lil
vesturs 58,4 m. á lengd. Ytri endi lians
er sneiddur á hornum og myndar þannig
þrjá íleti. Breidd landálmunnar er 8,5 m.
en bryggjuhaussins 12,4 m. Sjáfardýpi
fyrir bryggjuhausnum er 6 m. um stór-
straumsfjörur. Rammgert handrið úr trje
er á autsurbrún landálmunnar, og einnig
fram að landgöngustiganum austanmeg-
in. — Við bryggjuna er áætlað að geti
legið að minsta kosti 4 skip í einu, 2
stærri og 2 minni.
Jánrnbrautir eiga að liggja eftir bryggj-
unni lil lands, og gert er ráð fyrir að setja
á hentugan stað á brautinni vog, er vagn-
arnir eiga að renna yfir, og sýnir hún
þunga þann, sem fluttur er eftir brautinni,
livort sem um uppskipun eða útskipun er
að ræða, og gefur hún viktarseðil yfir
þungann, samstundis.
Vörupalliii'iiin.
Ofau við bryggjuna er pallur, er nær
frani í stórstraumsfjöruborð er takmarkast
af steinsteyptum garði að framan, sem er
2,6 m. að þykt að neðan, að meðallali.
Lengd garðsins er 140 m. Hæð vöru-
pallsins er sama og bryggjunnar, eða 7
m. Þar sem bryggjan mætir vörupallin-
um í ðVs m. fjarlægð, er steinstöpull und-
ir henni og ofan á liann skrúfað járnstykki
sem og i vörupallinn, en í þau er bryggj-
an aflur tengd með járnboltum og skrúfum.
í vörupallinn fóru 1900 teningsfaðmar
af grjóti. Flatarstærð vörupallsins er 4032
□ m-
Um vörupallinn verður lagt járnbrauta-
net frá brvggjunni ínn i vörnhúsin og um-
hverfis þau.
V örugoymsluhúsin.
þau eru 3, öll úr sleinsleypu, 2 þeirra
slanda á vesturhelmingi vörupatlsins, hvorl
að stærð 21x10 m. 3. húsið stendur á
austurhelmingi vörupallsins og snýr það
hliðinni gengt göllum hinna og myndast
þannig all breitt sund upp af bryggjunni.
þetla hús er slærst 10X31 m. að ilatar-
máli og veggþæð 3,6 m. Þökin eru bin
svonefndu »Asaþök«. Timburhús 6x4 m.
er og á vöruþallinum. Þar verða hafðar
skrifstofur.
Í8lendingar siglinga-þjóð.
(Kafli úr brjeíi frá Slefáni Egilssyni, Ármúla
ísafjarðarsýslu).....»Já, það er sorglegt
að vita, að við erum ekki þeir menn, að
geta flutt frá okkur afrakstur vorn, eða
að neinu leyti að okkur nauðsynjar þær,
er við þörfnumst frá öðrum löndum, held-
ur borga til útlendinga svo hundruðum
þúsunda skiftir á hverju ári, og sem ætti
að geta runnið í vasa sjálfra vor, þar vér
liöfum sjálfir nóga og góða sjómenn, sem
eins vel gætu farið landa á milli eins og
þeir gela legið lijer úti fyrir ströndum vor-
um við fiskiveiðar allan veturinn. Oghvað
vantar okkur þá? Jú, það vautar skipin,
og þau kosta náttúrlega mikið; »en mikið
má ef vel vill«, segir gamall málsháttur,
og eigi er ólíklegt að safna mætti talsverðu
fje, ef landsmcnn allir legðust á eitt og'
kaupmenn allir vildu vera með, það hefir
botnvörpungaútgerðin sýnt.
Eða þá strandferðirnar, að geta ekki
tekið þær að sjer; en borga stórfje úr
landssjóði, til erlendra gróðafjclaga, fyrir
að flytja olckur milli bæja!!
Jeg trej^sti »Ægir« og »Fiskiveiðafjelagi
íslands« að halda þcssu máli vakandk . .