Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 7
sett fyrir Straumnesið, að skipstjórinn hafi eigi fundist í 20 mínútur þó leitað væri að honum, og að stýrimanni skips- ins hefði verið bannað að nota hljóð- merki skipsins, nema með sérstöku leyfi skipstjórans. Þessi vegalengd frá Rit er því óviss, þar sem það er ágizkað, og þó er stefna frá þessum ákveðna en óvissa stað, sett svo, að skipið á að vera 1 kvm. frá Straumnesi, þegar farið er fram hjá þvi. Er slikt skipstjórn? Menn spyrja oft: »Hvers vegna var skipið ekki stöðvað þegar élið kom, eða þá breytt um stefnu?« Það stóð ekki til að gera það, því stýri- maður tók hina gefnu stefnu góða og gilda, og geti yfirmenn skipa ekki siglt 4—5 kvm. milli annesja, án þess að fara að lóða, þar sem þeir þykjast vissir um aff'arandi stað, þá er þeim eins hent að reyna að fá atvinnu á landi og hætta við sjóinn. En það er sorglegt að rifja þetta upp; en þegar farið er að sigla á svartri vetrarnóttu dýru skipi þá leið, sem dekkbátar mundu varla fara að sumarlagi, þá virðist þó svo, sem kæru- leysi hafi hér átt sér stað í ríkum mæli. Stýrimaður hefir fundið það, að of nærri mundi verða farið, þess vegna gaf hann þeim sem stýrði skipunina »ekki austar«, en hvað hann eða hans orð heflr mátt sín, að þvi komum við síðar. Var hin langa leit skipstjórans ran- sökuð eins og bar? Nei, en hana átti að ransaka til hlýtar allra hluta vegna, það átli að ganga vel frá þeirri ransókn, bæði vegna hans sjálfs sem manns og vegna þjóðarinnar, sem trúði honum fyrir þessari dýrmætu eign, lét hann hafa í fylsta mæli það, sem hann vildi hend- inni til rétta og fór með hann eins og konung. Vegna þess hve linlega var farið út í þetta, hafa nú myndast sögur, sem ganga um alt land og ekki síður þá í Danmörku. Hver veit nema að hann hefði getað sannað að hann í granda- leysi og sakleysi hefði verið einhver- slaðar annarstaðar en að loka »portum« gluggum), því almenningur trúir ekki þeirri nýbreytni enn þá, að skipstjóri á gufuskipi geri það verk sjálfur. 1 far- þegaklefum sér brytinn og hans fólk um, að gluggum sé læst, en þó er það vani, að yflrmaðurinn á stjórnpalli sendir ein- hvern hásetanna til þess að aðgæta að þetta hefði verið gert, og herða á skrúf- um ef þörf þykir, enda var innanhand- ar að fá vitneskju um þetta frá farþegum skipsins, hvort hann hafi verið inni hjá þeim, því mörgum lœsium gluggum má loka á V* stundar. Þessi framburður gengur svo illa í fólk, að betra hefði verið enginn framburður í þessa átt. Svo komum við að því, sem vonandi verður í fyrsta og síðasta sinni, sem ís- lenzkur stýrimaður ber það fram, að sér hafi verið bannað að nota hljóðbend- ingartæki skips og það var borið fram að skipstjórinn hafi bannað þetta, nema að hann væri látinn vita áður og ástæð- an var — til þess að ónáða ekki far- þega. Það var það versta, sem ég hafði heyrt, og hef ég þó siglt höfin i mörg ár. Voru þessir menn viljandi fyrir rétti að gefa sig upp á gat, sem sjómenn? Sagði ekki heilbrigð skynsemi skipstjór- anum, að með slíkri skipun væri hann að stofna lifi og gózi í hættu og að hann færi beint á móti þeim reglum, sem honum sem skipstjóra bar að hlýða og sjá um að hlýtt væri. Liklega hefir þá »Goðafoss« verið hið eina skip, sem um sjóinn fór, þar sem varð að vekja skipstjórann, þegar þurfti að gefa öðru skipi merki um stjórn eða annaö og með því lagi hlaut fyr eða síðar árekst- ur að verða. Pað er gaman og gott að vera alvaldur á góðu skipi, en það á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.