Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 10
ÆGIR 5 um sé það ljóst, að yfirmenn skipsins haldi hóp, virði hver annan eins og þeir eiga að gera, sem verða að treysta hver öðrum. Skipstjórinn verður að muna það, að hann er að tala við skipstjóra- efni þar sem stýrimaður er, og að hann veit aldrei nema að því geti komið, að hann sjálfur neyðist til að byrja það starf aftur. Það má gera duglegan stýri- mann að aumingja, einkum þann sem hefir bundnar hendur og á fyrir öðrum að sjá, og það má líka gera óduglega menn að duglegum mönnum, sé hin rélta aðferð viðhöfð, en hún heitir ekki kúgun. Þegar þið siglið fram hjá Straumnes- inu, þá minnist hins góða skips, sem þar liggur, til sönnunar þvi, sero borið var fram fyrir réttinum, að stýrimaður skips- ins mátti ekki nota hljóðmerki þess, nema að sækja um leyfi, en vonandi verður það í fyrsta og síðasta sinni, sem slíkt verður borið fram fyrir íslenzkum sjórétti. 22. janúar 1917. Sveinbjörn Egilson. Eitt af áhugamálum Austfirðinga. Kæri Ægir minn! Sökmn þess að ritstjóri þinn er sífelt að áminna okkur sjómennina um það, að láta eitlhvað heyra til okkar um þau mál, sem okkur varðar mest, þá ræðst ég nú í að skrifa fáar línur um það, sem mér virðist mest baga okkur hér Austfirðinga frá að bjargast áfram með þannig lagaðan útveg, sem við nú höf- um. Það mætti auðvitað telja margt upp, sem gerir útgerðarmönnum hér erfitt fyrir, en ég ætla aðallega að minn- ast á eitt. Nú hagar þannig til hér, að aðal út- hald Austfirðinga er að sumrinu til, og þá er venjulega fremur rir afli og lítill; og undanfarin ár heíir úthaldið átt mjög erfitt með að bera sig; en þegar nú alt hækkar svo gríðarlega í verði, sem til útgerðarinnar þarf, — og fiskurinn hækk- ar ekki líkt því að sama skapi, — þá er óhugsandi að útgerðarmaðurinn standist kostnaðinn með svipaðri veiðiaðferð. Nú verður því eitthvað að breytast; annaðhvort verða mótorbátarnir að breyt- ast i stærri skip, sem gætu sótt fiskinn hér suður með landinu á vetrin og vorin, eða þá að við þurfum að fá höfn á sem hentugustum stað sem næst fiskistöðv- unum, en þá kemur spurningin: hvar á sú höfn að vera? Það er fengin full vissa fyrir því, að á svæðinu frá Austurhorni til Ingólfs- höfða hefir ekki brugðist fiskur svo mörgum áratugum skiftir, og það er það fiskisvæði, sem næst liggur Aust- fjörðum, en þar er ekki um neina góða höfn að ræða, sem stendur. En hafnir eru samt á þessu svæði, sem nota má í góðu. En það sem fyrir mér vakir er það, hvort ekki muni vera hægt að bæta svo þessar hafnir, — eða einhverja þeirra —, að mótorbátar gætu gengið þaðan yfir þann tíma, sem fiskur er nægur þar úti fyrir. Hafnarstæðin, sem ég hefði viljað að væru athuguð, eru þrjú: Hornafjörður, Papós og Hvalneskrókur; en vegna þess, að ég hef alls enga sérþekkingu í hafn- argerðum, þá reyni ég ekki að mæla þar með einum staðnum fremur en öðrum, heldur vil ég óska stuðnings góðra manna, að fá þessa staði skoðaða af þar til hæfum manni, hvort ekki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.