Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 13
8 ÆGIR 4—5 árum fjölgar vélbátunum um einn og jafnvel tvo árlega. Allir voru bátarnir litlir, með fjögra hesta vél; að meira eða minna leyti opnir og sumir að eins með járnþynnuskýli j'fir sjálfri vélinni. Fram að 1911 munu bátarnir hafa borg- að sig vel og sumir jafnvel ágætlega. Lóðir þurfti fáar og fremur stutt var að sækja til fiskjar, eftir því sem síðar varð, og alt mun hafa verið notað og sparað, sem hægt var. Veturinn 1913—14 munu flestir vél- bátar hafa gengið héðan með lóðir frá Suðureyrarmölum, 17 að tölu.1) Var á- formað að þeir yrðu 19, en tveir, »HIín« og »Höfrungur«, fórust í vertiðarbyrjun með allri áhöfn. Árabátar gengu þá mjög fáir, því flestir vildu vera á vélbátunum. Mun það hafa verið meira hægðar vegna en hlutar von, því þá var að koma sú breyting á útveginn, að hann bar sig illa, bæði gagnvart útgerðarmönnum og há- setum. Eins og áður er ávikið, var stutt að sækja, lóðir þurfti fáar og útveginum var í mörgu ábótavant. En brátt breytti samkeppnin þessu algerlega. Sjósóknin lengdist, lóðafjöldinn óx og bátarnir urðu með þilfari, afþiljuðu vélahúsi og háseta- rúmi o. fl. án tillits til þess, hvernir bát- arnir stóðu sig efnalega, eða hvort þeir öfluðu nokkuð betur fyrir tilkostnaðinn. Þeir sukku þvi óðum í skuldir, en jafn- hliða neyddust útgerðarmenn til að ríra skifti og jafnvel aftaka sum gömul hlunn- indi háseta. Alt þetla og fleira leiddi aftur til þess, að flestir sem gátu keyptu sér árabáta,2 3) til að róa allan tíma ársins, nema vetrarvertíðina. Það fór þvi að verða lítt mögulegt að fleyta vélbátunum á vetrum, með lóðir. En þá sýndi það sig að bátarnir báru sig ekki, heldur 1) Samkv. lendingar sjóösbókinni þ. á. 2) Flest tveggjamannaför, tveir saman. söfnuðu skuldum, eða átu upp það, sem þeir kunnu að hafa unnið á yfir sumar- tímann. Árið 1911 reyndu þrir formenn héðan að halda úti bátuin sinum með hand- færi, frá vorvertíðarlokum til ágústloka, og gafst ágætlega. Hefir það orðið til þess, að öllum vélbátum hér er nú síðan haldið úti á handfærafiski frá miðri vorvertíð (sumum jafnvel fyrri) til vetur- nátta (sumum lengur) og hefir reynst vel. Síðastliðinn vetur gengu héðan 16 vél- bátar.1) Einn þeirra (»Geysir«) sleit upp hér á höfninni og fórst. Hinir fengu frá 400—1000 kr. hlut yfir veturinn. 1 vor og sumar var haldið úti 13 vél- bátum á handfæruin og á lóðum, og á handfærum 16 árabátum.2) Aflaðist ágæt- lega og náðu margir um og yfir 1000 kr. í hlut, enda var fiskur í góðu verði.8) Nú sem stendur ganga með lóðir á vetr- arvertiðinni 8 vélbátar smáir og 1 stór (»Rask«), en 7 standa uppi.4 * *) Dýrtíðin sem nú er, og reynsla flestra undanfar- andi ára hefir kent mönnum, að betra er að láta þessa litlu báta standa á landi yfir veturinn, enda fæst ekki fólk til að róa þeim með lóðir á vetrarvertíð. Eins og sést á framanrituðu, er vél- bátaútvegur Súgandafj. að eins 10 ára gamall. Breytingum hefir hann tekið mörgum og miklum á jafn skömmum tíma. En erfiðustu breytinguna á hann eftir, að breytast í stóra vélabáta, eða að öðrum kosti að líða undir lok i sam- keppninni. 1) Sarnkvæmt lendingar sjóðsbókinni. 2) Tölurnar eru teknar eftir lendingarsjóðs- bók. Mest tveggja mannaför. 3) 32 a. þorskur, 28 a. sináflskur, 24 a. ýsa pr. kg., lifur 25 a. líter. 4) í haust heflr afli verið litíll og verð ekki betra. 14 a. þorskur, 12 a. smáf., 10 a. ýsa pr. kg., lifur 8 a. líter.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.