Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 17
12 ÆGIR ist vel. Hún er ekki mjög langt frá sjó, og eigi mjög bratt upp að því sem grafið hefir verið í hana. Ut á höfnina mun mega flytja úr henni, en í sama mundi jþá lenda, þegar þangað kæmi, eins og fyrir sjáverútveg Suðureyrar; það er því ein ástæðan enn, til að tryggja sem best höfnina. Eins og ég hefir lýst því hér á undan er nú útlitið í Súgandafirði; þar mun naumast miklu hallað, því heimildir hefi ég góðar fyrir umsögn minni, þó eigi hafi ég- dvalið hér lengi. Fá kauptún landsins munu hafa eflst fljólara en Suð- ureyri, enda munu fá verða fljótari að hverfa úr sögunni en hún, ef illa er á- haldið. Nýlega sagði maður við mig, er við vorum að tala um horfur Súganda- fjarðar: »Það verður bezt, að flytja sem fyrst til ísafjarðar eða Flateyrar, þvi fjörðurinn ykkar á enga framtið framar«. Mjer varð fyrir að spyrja, hvort hann héldi að það borgaði sig fyrir þjóðina, að oífra Súgandafirði, með öllum hús- eignum og mannvirkjum, til að efla þessa tvo kaupstaði. Hvers vegna hefði hann ekki nefnt Höfn á Ströndum eða ein- hverja staði, þar sem hvorki væru til húseignir eða mannvirki? Þessu lét hann ósvarað. En ég ber það traust til þings °g þjóðar, að rétta okkur Súgfirðingum hjálparhönd áður en kemur til að svara þeirri spurningu, og vona því að Suður- eyrarhöfn verði ein hin fyrsta í röðinni, er þingið lætur taka til athugunar. Suðureyri, 29. desember 1916. Hallbjörn E. Oddsson. Umræðnr nm fisktollinn í franska þinginu 1916. (Frh.). Meðalverð eins kg fæst með því að deila brúttósöluverðinu (sem tiltekið er svona hér um bil af forstjórum lög- skráninganna) með kilógrammafjölda þess þorsks, er upp hefir verið skipað í höfnunum. Fyrir ófriðinn, er nóg var af fiski og fengust yfir 60 milj. kg árin 1909 og 1910, jókst útflutningurinn og fór jafnvel fram úr 30 milj. kg. En ef landar vorir fiska nú litið, t. d. minna en 50 milj. kg eins og árin 1906, 1907, 1912 og 1913, minkar útflutn. og nær ekki 15 milj. kg, svo að helmings munur gat orðið á honum, þvi að altaf var haft nóg til neyzlu í Frakklandi. Síðan ófriðurinn hófst, hefir erlendum kaupsýslumönnum tekizt að selja i Frakk- landi svo og svo mikið af fiski (»fisk, sem hægt er að tiltaka, hve mikill var«). Ár Kg Tonn 1914 var það 43,300 eða 43 af þorski 1915 » » 17,600 » 17 » » 1916 » » 360,000 » 360 » » (frá 1. janúar til 1. apríl). Meira að segja hefir landstjórnin ný- lega keypt 3 milj. kg eða 3,000 tonn af þorski frá Noregi fyrir 1 fr. 66 hvert kg og er tollurinn ekki þar í falinn. Með þvi að ekki var úflutt nema 5 milj. kg af þorski árið 1915, var þá eftir i landinu því sem næst jafnmikið og 1914. En í smásölu gat fiskur ekki feng- ist nema með afarverði og fólkið aflaði sér annarar fæðu; neyzluþörfin hafði ekki eytt öllu því sem inn var flutt og fyrst þegar fór að koma fiskur, er veidd-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.