Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 11
6 ÆGIR mundi vera gerlegt að bæta þar svo höfn á einhverjum þessum stað, að sem flestir mótorbátar Austfirðinga gætu stund- að þar veiðar að vetrinum og vorinu, yíir þann tíma, sem þeir annars standa uppi á landi.- Ég veit að það dylst eng- um kunnugum, að það mundi gerbreyta — til batuaðar — aíkomu mótorbáta- útvegsins hér á landi. Síðastliðinn vetur vakti okkur hér sér- staklega til umhugsunar um þetta, því svo vildi til, að það var óvenju langur góðviðriskafli í marz síðastliðinn vetur, og þó bátarnir séu litlir hér, þá lögðu menn í það að sækja suður í Lónsbugt þegar fréttist austur að árabátar af Papós hefðu tvíhlaðið undanfarna daga, alveg upp undir landi. En þó að það næðist í nokkra góða róðra í þetta sinn, þá getur maður alls ekki búist við að fá slíka tíð oft, máske ekki meir en eitt ár af tiu. Héðan að austan verður ekki sótt nema í góðri tið. Til þess eru bátarnir langt of litlir, og vegurinn of langur, tíðin ræður þar mestu um, því í góðri tíð má næstum segja fara alt, en í óstiltri tíð á litlum bátum, yfir langa og mjög óhreina leið og algerlega vitalausa, gæti maður helst sagt að ekki væri farandi neitt. Því miður er ég ekki nægilega kunn- ugur þessum stöðum sem ég hef tilnefnt sem hafnarstaði, til þess að geta lýst þeim til hlýtar, hef nokkrum sinnum komið á Hornafjörð, en að eins séð hina staðina frá skipum og mótorbátum, en ég hef altaf haft þá skoðun, að mesti gallinn á Hornafjarðarós væri straumur- inn, en ég er líka fastlega þeirrar trúar, að það mætti komast að miklu eða öllu leyti í veg fyrir hann með þvi, að fá útrensli vatnanna annarstaðar en um ósinn, þ. e. út i gegnum sandana og það mundi máske vera framkvæmanlegt með steyptum stíflugörðum og skurðum. Og um leið og straumurinn væri fyrirbygður, þá mundi ég helst líkja Hornafjarðarós við leiðina inn á Vestmannaeyjahöfn. Um Papós og Hvalneskrók hafa kunn- ugir menn sagt mér, að með ekki mjög miklum tilkostnaði mundi mega gera þar dágóðar hafnir. Mér finst það ekki vera neitt ósann- gjarnt, þó farið væri fram á það við þing og stjórn, að þessir staðir væru skoðaðir, og ef til kæmi veftt fé til hafn- argerðar á þeim stað, sem líklegastur þætti, þar sem um slíkt framtíðar-spurs- mál er að ræða fyrir einn Qórðung landsins. Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar að sinni, en vona að þetta málefni fái bæði marga og góða stuðningsmenn, sem fylgi því fram, þar til annaðhvort er fengin vissa fyrir þvi, að ekki sé hægt að gera höfn á neinum áðurnefndum stað, eða þá til komin er þar voldug mótorb.-höfn, og mundi þá að sjálfsögðu þjóta þar upp eitt af meiri kauptúnum og verstöðum landsins. Fáskrúösflrði, 15. nóv. 1916. Stefán P. Jakobsson. Súgandafjörður. Hr. ritstjóri! í 9. tölubl. Ægis þ. á. skorið þjer á landsmenn að senda Ægi ritgerðir, lýs- ingar á ástandi i veiðistöðvum og annað, er orðið gæti til gagns og fróðleiks. Mér hefir því hugkvæmst að senda yður línur þessar, til þess að bæta ofur- litið úr ókunnugleika Ægis lesenda, hvað Súgandafjörð snertir. Fjörðinn, sem á flestum landabrjefum Islands er sýndur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.