Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 6

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 6
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS 10. árg. || R e y k javik. Januar, 1917. || Nr. L Ávarp. Heiðruðu lesendur »Ægis«! Þökk fyrir gamla árið og gleðilegt ný- ár! Þessi 10. árgangur »Ægis« fer vel á stað, þar sem hann færir lesendum 2 ritgerðir eftir menn í fjarlægum héruðum. Vonandi verða þær fleiri á árinu, enda er það sjálfsagt að ritið fái slíkar rit- gerðir og að sjómenn hafi einhver áhuga- mál, sem birtandi eru á prenti. Það er verið að bera saman landbúnaðinn og sjávarútveginn, berið saman »Búnaðar- ritið og »Ægir« og athugið mismun á fjölda þeirra, sem í þau timarit rita. Þessir 2 menn, sem ritgerðirnar hafa sent, eiga þakkir skilið að hafa riðið á það vað, sem sjómenn virðast hafa forð- ast, þ. e. að rita nokkuð i »Ægi«, silt eigið og eina málgagn. Með því að fá lýsingar eins og hér hefir verið gert, frá hinum ýmsu verstöðvum landsins, getur »Ægir« með tímanum orðið merkilegt rit, þar sem bera má saman eftir mörg ár hvernig er og hvernig var, og draga út af þvi, af hverju hnignun eða fram- farir stafi og haga sér eftir þvi. Menn skulu ekki hika við að senda af ótta við að ritháttur eða stafsetning sé ekki í lagi. Alt slíkt verður lagað hér, sé annað þess eðlis að ritið geti flutt það. Ritsljórinn. G-oðafoss-strandið 30. október 1916. Þótt síðastliðinn októbermánuður líði fólki úr minni eins og aðrir mánuðir er líða, þá mun hann þó lengi geymast í hókum vátryggingafélaga, því þann mán- uð vildi hér til hvert slysið á eftir öðru. Fyrst sökk »Skallagrimur« hér á Reykja- víkurhöfn, svo sigldi »Marz« á land við Gerða í Garði og ónýttist algerlega og svo er flutnings- og farþegaskipinu »Goðafossi« siglt upp í klettana við Straumnes. Öll þessi slys hljóta að rýra álit ís- lenzkra yfirmanna í allra augum og ekki sizt Goðafoss-slysið; það var svo klaufa- legf og hraparlegt, að menn stóðu hissa, að eins störðu þegar fyrstu fréttirnar komu, skildu ekki i að nýju, vel út- reiddu skipi, máttarstólpa þjóðarinnar á þessum örðugu tímum, væri siglt á land á þessum tiltekna stað, en svo kom vissan, og það mátti sjá mörg alvarleg andlit, morguninn sem leifunum af hinu fallega skipi var skipað hér upp á planið. Svo byrjuðu sjóprófin og má lesa þau í öllum blöðum landsins og þarf því enga endurtekningu hér. Við þetta próf kom það fram, að skipið hefði verið 2 kvm. af Rit eftir ágizkun, og að stefnan þaðan hafi verið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.