Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 24
ÆGIR 19 38. Jón Þorkelsson................. 18 39. Ágúst ólafsson................. 20 40. ólafur Benediktsson............ 13 41. Arngrímur L. S. Friðfinnsson. . 20 42. Sigdór Sigurðsson.............. 17 43. Aðalbjörn H. Kristjánsson .... 18 44. Einar Tómasson................. 20 45. Helgi Guðmundsson.............. 15 46. Kristinn Pálmason.............. 18 47. Jón Pálsson.................... 15 48. Jóhann Þorláksson.............. 20 49. Guðjón Guðmundsson............. 14 50. Helgi Kr. Helgason............. 17 Einnig voru haldnir nokkrir fyrirlestrar. Prófessor Guðm. Hannesson hélt þrjá fyrirlestra læknisfræðislegs efnis. Alþm. Matthías ólafsson hélt einn fyrir- lestur um »Menning sjómanna«. Ritstjóri Sveinbjörli Egilson hélt einn fyrirlestur um »Björgunartæki o. fl. sem að sjómensku lýtur. Ól. Sveinsson Sjómannaheimili Hjálpræðishersins í Reykjavík vígt. Föstudaginn 19. janúar var sjómannaheimilið og geslaheimilið í hinu nýja húsi Hjálpræðishersins hér í bænum vígt. Var mörgum bæjarmönn- um hoðið að vera við vígsluna, og hófst hún kl. 5 í samkomusal hússins, sem er rúmgóður og viðkunnanlegur. — Yfir- maður hersins hér, hr. Grauslund, ílutti eftirfarandi ræðu: »Leyfið mér fyrst og fremst í nafni Hjálpræðishersins að bjóða ykkur á þess- um degi velkomna í hið nýja hús okkar. Það er að þakka velvilja hinnar islenzku þjóðar við málefni okkar, næst guðs hjálp, að við erum nú komin svo langt. áleiðis, að við getum í dag vigt þann hluta húss okkar, sem ætlaður er sjó- manna- og gesta-heimilinu. Mér finst ég ekki vera ókunnugur í ykkar hópi í dag, því þau 2 ár og hálfu betur, sem ég hef dvalið á Islandi, hef ég orðið aðnjót- andi svo mikils góðvilja, að ég hef á- stæðu til að líta á ykkur öll sem vini. Það traust, sem íslendingar, og þá eink- um borgarar Reykjavíkur, hafa sýnt okk- ur, með því hvað eftir annað að leggja fram samskotafé til þessa húss, hefir verið okkur mikil hvöt. Við munum því af fremsta megni reyna að sýna okkur verðug þess trausts á þann hátt, að við kappkostum í Krists anda að vera allra þjónar, og þannig að líkjast honum, sem ekki kom til þess að láta þjóna sér, heldur til að vera sjálfur þjónn. — Við stöndum í mikilli þakkarskuld til allra þeirra, sem hafa stutt okkur, og það er von min, að það fólk, sem á ókomnum tímum á að starfa i þessu húsi, hafi jafnan liinn rélta skilning á mannkær- leika- og líknarstarfseminni, svo að gestir þeir, sem hingað koma, megi finna hér heimili, og þann kærleiksanda, sem kveykt geti trúarinnar Ijós í hjörtum þeirra, sem vonirnar hafa brugðist. Eg bið þá, sem hér eru samun komnir, og alla aðra, sem stutt hafa okkur, að taka á móti innilegu þakklæti. Húsið kostar okkur fullbúið 65 þús. kr., og er þegar útborgað af þeirri upp- hæð kr. 59,878.17. Nokkuð af timbrinu úr gamla kastalanum höfum við getað nolað; telur húsgerðarmeistarinn það 4 þús. kr. virði, og er þá verð hússins komið upp í 69 þús. kr. En auk þessa eru svo innanhússmunirnir, sem reikna má á 5000 kr., og gömul skuld hvílir á, sem er 4000 kr., svo að upphæðin verð- ur alls um 74 þús. kr. Með gjöfum, sem flestar eru fengnar hér á landi, hafa safnast 16 þús. kr. Þar af eru um 1000 kr. frá Danmörku, og nýlega höfum við fengið 1000 kr. frá íslendingum í Winni- peg. Það er venjan við byggingarfyrir- tæki okkar, að þriðji hluti alls kostnaðar skuli fenginn með samskotagjöfum, til

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.