Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 21
16 ÆGIR til þeirra (fulltrúanna), hvort heildsölu- verð væi’i 200 fr. 100 kg, fengu þeir fyrir- spyi'janda svolátandi gx'einargerð: »Um ábatasöluna í Paimpol höfum vér fengið þessa vitneskju: Kaupandi nokkur i Bordeauxhöfn hefir að visu keypt fyi'ir 100 fr. 55 kg (eða 200 fr. 100 kg) fiskafla, sem 2 skip frá útgerð- armönnum í Paimpol áttu að koma með. En þessi gróðabrallaii hafði þá rétt áður keypt ósköpin öll af enskum fxski við Nýfundnaland. Það hefir því eingöngu vei'ið til þess að fá heppilegan markað fyrir innkaup sín, að hann fór að bjóða af sjálfsdáðum svona hátt verð fyrir 2 skipsfarma af frakkneskum fiski, er til samans var 125,000 kg. Svona verðhækkun hauð að eins annar kaupandi, er keypti jafnháu verði fisk af þriðja skipinu frá Paimpol, eða nálægt 65,000 kg. Það er engin ástæða til að óttast, að 200 franka verðið gerist gangverð, jafn- vel ekki á fiskinum er allra fyrst kemur á markaðinn (primeur), og sést það bezt af eftirfarandi atviki: Útgerðarmaður nokkur í Paimpol, er reiddi sig á fregnir um það, að skip vor hefðu aflað vel, og á fyrstu samn- ingana, sem gerðir höfðu verið, leigði flutningaskip fyrir 15,000 fr. til þess að flytja þennan fisk eins og primeur á markaðinn. En þessi sami útgerðarmað- ur fékk engan kaupanda að fiskinum með þessum skilmálum, og það þó í Bordeaux, þar sem er aðaifiskmarkað- urinn«. Því næst lýstu þeir yfir því, að jafn- framt því að þeir krefðust þess, að toll- arnir væru óhaggaðir, væru þeir mjög fúsir til að beygja sig undir fyrirmæli lögmæltrar eða fyrirskipaðrar virðingar. Um mat á fisksöluverði er það að segja, að útgerðarmenn og kaupsýslu- menn fallast einróma á svolátandi á- lyktanir: Þeir einir, sem ætla sér að liafa óleyfi- legan hag af því ástandi, sem nú er, geta skorast undan virðing eða mati, svo framarlega sem það er á réttum grundvelli bygt, þ. e. ef tekinn er til greina ailur kostnaðarauki framleiðenda vegna ófriðarins og þeim, ásamt kaup- sýslumönnum og smásölum, ætlaður hæfilegur á bali. Sambandsráð útgerðarmanna og fisk- verzlunarráðið, sem eru mótfallin öllu gróðabralli, er miðar að þvi að hækka fiskverðið eins og nú er ástatt, tjá sig fúslega munu koma sér saman um mat með þvi skilyrði, að frumvarp hr. P. Constant verði annaðhvort tekið aftur eða felt. (Frh.). Akvörðun um fiskverðið á Frakklandi. Til fógeta (sýslumanna) frá ráðherra verzlunarmála, iðnaðar, póstmála og ritsíma. París, 12. okt. 1916. Útaf gífurlegri verðhækkun, er varð á þorski á öndverðu þessu ári, hefir verið lagt fyrir fulltrúadeildina (þingið) laga- frumvarp um það, að lækka innflutn- ingsgiald á erlendum þorski. Landstjórninni hefir þótt hlýða, að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir óréttmæta verðhækkun, án þess þó að draga nokkuð úr tollkvöðinni, því að í skjóli hennar hafa fiskveiðarnar komist á fót (o: lijá oss).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.