Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 20
ÆGIR 15 5° Rað fer fjarri, að nokkur vissa sé fyrir þvi, að neytandi hafi nokkurn hag af þessu. 6° Ríkið myndi fremja órétt, ef það eins og á stóð, þegar gert var út til ver- tíðarinnar 1916, færi alt í einu að kippa að sér þeirri verndarhendi, er það hefir haldið yfir þeirri iðnaðargrein innlendri, sem mesta áhyggju hlýtur að liafa útaf gróða stórhættulegra keppinauta. Því næst voru þeir beðnir að gefa ná- kvæmar upplýsingar um verðið i heild- sölu og smásölu, og létu þá í té svofelda skýrslu: Heildsöluverð á fiski árin 1914 og 1915. Heildsöluverð á frakkneskum fiski tvö síðasliðin ár, hefir verið: 1° Frá útgerðarmönnunum (söluverð til kaupsýslumanna): Árið 1914 80- 90 fr. 100 kg » 1915 120-130 » 100 » 2° Frá kaupsýslumönnum í Bordeaux (söluverð til smásala): Árið 1914 90-100 fr. 100 kg » 1915 120-180 » 100 » Ofangreint verð tekur ekki lil fisksölu úr Norðurhéruðunum, þar eð enginn út- gerðarmaður í Dunkerque-Gravelines tók þátt í vertíðinni 1915. Lágmarksverðið nær til smáfisksins, sem lítið þykir til koma í Frakklandi og verða handhafar hans að koma honum út á erlendum markaði. En hámarksverðið er miðað við stóra fiskinn, sem er uppáhalds- eður viðhafnarvara og er aðallega seldur í Paris. Fiskverðið fer einnig nokkuð eftir neyzlustöðvunum. Og eftir ílutningsleið- inni og ákvörðunarstöðunum þarf auð- vitað að þurka vöruna meira eða minna, en af þessari sérstöku meðferð leiðir auðvitað verðhækkun. Verðhækkun framleiðenda (útgerðar- manna) árið 1915 verður nál. 45°/o, ef miðað er við söluverðið 1914. Og þessi verðhækkun svarar til aukinna útgjalda útgerðarmanna. Heildsalarnir, er kaupa fiskfarmana af útgerðarmönnunum, hafa hækkað söluverð sitt til smásalanna (matjurtasalanna) í hlutfalli við inn- kaupsverð (lil útgerðarmannanna). Smá8öluverð. Framleiðendum og kaupsýslumönnum er ekki vel kunnugt um verðhækkun smásalanna við neytendur. Skýrsla um meðalverð á nýjum fiski í helztu borgum á Frakklandi, að fiski- höfnum undanteknum, sem birt hefir verið síðan í júlímán. 1914 af skrifstofu fiskveiðanna (verzlunarflotaráðuneyti), sýnir eftirfarandi verð á saltfiski á tima- bilinu 1915-1916: 1915: frá 17. apríl til 21. maí 1 fr. kg 1916: » 15. » » 21. » 2 fr. 25 kg » » 22. » » 28. » 2 » 24 » » » 29. » » 6. » 1 » 90 » Verðhækkun smásalanna verður þannig því sem næst 100°/“. Þó ber þess að geta, að það er sérstaklega afbragðsfiskurinn, þ. e. sá stóri, sem seldur er háu verði hjá smásölunum. Fyrir ófriðinn var jafn- vel framhluti af þessum atbragðsfiski seldur fyrir 1 fr. 50 til 1 fr. 60 hver 500 gr., og rann út; þetta var einmitt á sama tíma og fiskeftirstöðvarnar annars voru seldar í smásölu á 40—60 centimes hver 500 gr. Enn má geta þess, að það er aðallega stóri fiskurinn (afbragðs tegund), sem neytt er í París, og þess vegna er það jafnan hæzta verð, sem borgað er fyrir þessa tegund, svo að segja eingöngu i París, þar sem verðið annars i rauninni er miklu lægra á almennum neyzlufiski. Þegar svo nefndin gerði þá fyrirspurn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.