Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 14
ÆGIR 9 Samgöngur. Enginn vegspotti er til í Súgandafirði sem heitið getur að far- andi sé yfir. Sýsluvegur liggur hvergi um fjörðinn nema ofan eftir Botnsheiði, heim að Botni, illa hirtur og víða lítt fær. En lítið geta samgöngur á sjónum talist í betra lagi. Ekki eitt milli- eða strandferðaskip hefir áætlun á fjörðinn og hefir aldrei haft, það ég veit til, utan »Skálholt« og »Vestri« tvær ferðir á sumri, nokkur ár, og þó á óheppilegum tima. Hingað eða héðan er því ómögu- legt að fá fluttar vörur öðruvísi en á vélbátum fjarðarins, annaðhvort frá ísaf. eða Önundarfirði og geta menn hugsað sér, hve mikil kostnaðarviðbót það hlýt- ur að vera á vöruna, að viðbættri út- og uppskipun, og stundum pakkhús- leigu. Þá eru póstgöngurnar, einkanlega á sjónum, litlu betri. Engin póstafgreiðsla á staðnum, sem þó að sjálfsögðu ætti að vera, þar sem mannmargt kauptún á i hlut. Allur póstflutningur, er þyngsla vegna eigi verður fluttur á landi, má bíða eftir eigin ferðum vélbátanna, oft ónotalega lengi. Eftir mikið umstang og erfiði Súgfirð- inga, hefir fjörðurinn eignast símasam- band, án hjálpar þings eða þjóðar, þegar undan er tekið ísatjörður og báðar ísafj. sýslurnar, er eiga þakklæti skilið fyrir framkomu sína í því máli. Verzlun. Útibú Á. Ásgeirsonsverzlunar er fyrsta verzlun, sem stofnuð hefir verið hér á Súgandaf. og hefir hún að heita má frá fyrsta, haft öll viðskiftin í sínum höndum, þar til tvö siðustu árin, að þeir hr. kaupm. Kr. A. Kristjánsson og Magnús Árnason hafa sett á fót sína smáverzlunina hvor, sem lítið megna á orustuvelli samkeppninnar, þar sem mennirnir eru báðir byrjendur, í smáum stýl, enda hjálpa þannig lagaðar sam- göngur, eins og hér eru, lítið minni máttar mönnum til að komast áfram, í hvaða stöðu sem þeir eru. Síður en svo. Það hefir sýnt sig bezt á kaupfélags- stofnun Súgfirðinga, er farið hefir um þúfur hvað eftir annað, vegna aukinnar verðhækkunar, er stafað hefir beint af ónógum og illum samgöngum.1) Eg skal engan dóm leggja á fram- komu Á. Ásgeirsons-verzlunar liér á Suðureyri, hvað verzlunarviðskifti snertir, en áreiðanlegt er, að margar stórverzl- anir myndu hafa notað sér einveldi sitt, engu síður en hún. Hitt er hálfbroslegt, að á stað, er fljóta frá ekki færri vél- og árabátar en héðan fljóta, skuli engin stórverzlun landsins hafa reynt að keppa við hana, um innlenda og jafnvel út- lenda vöru-umsetningu. Mönnum liggur við að halda, að þær hafi helzt til mik- inn beyg af henni. Yiðskifti hafa verið hér mjög mikil við önnur héruð, á hertum rikling, stein- hít, skreið og trosi; er svo jafnvel enn, þótt minkað hafi talsvert síðan vélbát- arnir fóru að nota handfæri, i stað lóð- anna, og þó naumast sé hægt að fá vör- una flutta héðan. Súgfirskum steinbít og rikling hefir lengi verið við brugðið fyrir gæði og góð þrif, og því umsókn mikil, þó erfitt hafi gengið viðskiftin að öðru leyti. Satngönguleysið hefir verið þar þrándur í götu, eins og í öðrum við- skiftum. Alt hefir orðið að flytja eða sækja til ísafj. og Önundarfj. og kaupa þar á því geymslu og útskipun, i stað þess að geta athent það til flutnings hér á staðnum, auk skemda, er hlotist hafa beint af þvi að geta ekki komið vörunni strax á sinn rétta stað í skipunum. 1) Strax og »Skálholt« og »Vestri« hættu að koma hér, féll félagið; var svo endurreist til reynslu, en lifði að eins eitt ár, og heflr ekki risið upp siðan.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.