Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 18
ÆGIR 13 ist á vertíðinni 1916, var fyrir hendi fiskforði, er nam rúmum 5,000 tonnum. Félagið »Frakkneski þorskurínn og þurkunin í Fécamp« og stjórnarráð fisk- verzlunarinnar í Bordeaux hafa borið sig upp undan væntanlegum erfiðleikum við sölu í Frakklandi og sótt um heim- ild til að flytja út alt að 1,500,000 kg af fiski, er vegi minna en 1 kg (papillons), og hafa fyrirfram Iieitið því, að gera enga kröfu til nokkurra útflutningsverð- launa. I raun og veru er það svo, að þótt í sumum héruðum landsins sé sózt eftir stórum fiski, þá -er í öðrum tekinn smá- fiskurinn, og á þessum hallæristímum myndi fólk hvervetna feginshugar sætta sig við smáfisk með vægara verði. Og það, sem kom áðurgreindum félögum til þess að beiðast útflutningsleyfis, var ekki kaupendaskortur, heldur var það hagnaðarvonin, jafnvel á ófriðartimun- um. Tollmálanefndin hefir þó — þvi miður — rekið sig á það, að landstjórnin hefir, reyndar samkvæmt úrskurði nefndar, er skipuð var milli ráðuneyta til þess að fjalla um linun á útílutningsbanni, þ. 4. mai 1916, fallist á málaleitanir greindra félaga með þeim eina fyrirvara, »að út- flutningurinn megi ekki ná til annara landa en Spánar, Ítalíu, Grikklands, Egyftalands og Portúgals«. Þegar heildsalarnir hafa látið þurka fiskinn fyrir söluna, eins og hér segir, skifta þeir honum í flokka (stóra, meðal og litla) og láta svo af hendi við smá- salana, sem oftast eru matjurtasalar, þann flokk, sem beðið er um. Fiskinn selja þeir þurkaðan, í umbúðum og hæf- an til burtflutnings. En smásalarnir se ja almenningi þurkaðan fisk eða afvatnað- an, er hann hefir legið stuttan tíma í bleyti. Ef menn vilja bera saman fiskverðið innbyrðis, er að líta á meðferð fisksins. Fiskurinn frá íslandi, sem fluttur er i tunnum af fiskimönnum frá Dunkerque- Gravelines, er t. d. í allmiklu gengi. Enn- fremur kemst fiskur sá, sem kallaður er primeur, þ. e. kemur fyrst á markaðinn, í tiltölulega hátt verð, og oft er það, að ef útgerðarmaðurinn verður þess vísari, að skip hans hafa aflað vel i vertíðar- byrjun, þá sendir hann flutningsskip (chasseur) eftir fiski, er kominn verði á markaðinn áður en sjómenn koma. Og loks er úrvalsfiskur seldur hærra verði en heildin. í verðlista matjurtasala veturinn 1913 —1914 má sjá fiskverðið í París, eftir gæðum og stærð: Smáfiskur frá íslandi 1 fr. 30 hvert kg meðalfiskur » » 1 » 40 » » stór fiskur » » 1 » 60 » » framhluti.................2 » 80 » » afturhluti................1 » 00 » » Skýrslur fiskiveiðaskrifstofunnar (Of- fice de péche) hafa birt vikulega, frá því í júlímánuði 1914 meðalverð á helzlu þorsktegundunum á mismunandi mörk- uðum í Frakklandi. Á markaðinum í París er miðað við gangverð á meðal- fiski. í skýrslum þcssum viljum vér sér- staklega vekja athygli á verði eins kg af söltuðum fiski á ýmsum tímum fyrir og um ófriðinn: í júlí 1914: í Bordeaux 50 centimes; í Tours 90 cent.; í Montauban 1 fr.; í Evreux 1 fr. 75. í febrúar 1915: í Bordeaux 1 fr. 20; í París 1 fr. 25; í Montceau-les-Mines 1 fr. 60; í Saumur 2 fr. í júli 1915: i Paris 1 fr. 40; í Cognac 2 fr.; i Saumur 2 fr. í nóvember 1915: i Bordeaux 1 fr. 85; í París 1 fr. 90; í Montauban 2 fr.; i Tours 3 fr.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.