Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 8
ÆGIR 3 ekki að koma þannig niður á fólki þvi, sem ráðið er til þess að vera skipstjór- ans önnur hönd og trúnaðarmenn eig- endanna, að þeim sem þrælum sé skip- að að koma til skipstjórans í hvert skifti sem dómgreind þeirra og samvizka bíð- ur þeim að viðhafa hin lögskipuðu var- úðarmerki og standa með húfuna i hend- inni við rúmstokk hans og stynja upp »má ég nota eimpípuna?« Og hvað er farþegum boðið með slíkri aðferð? Afleiðingarnar höfum við séð. Stýrimað- ur þorði ekki að gefa það merki, sem ef til vill hefði getað fengið skipstjórann til að koma í tæka tíð upp á stjórnpall- inn, það var búið að kúga hann það, að hann þorði það ekki, hann var orðinn sá þræll, sem hinn voldugi skipstjóri vildi hafa hann. Og svo komum við að þvi, hvers vegna stýrimaður lét fara svo langt með sig, að hann hlýddi heldur ólöglegri skipun skipstjórans, heldur en þeim lögum og boðum, sem alþjóðasigl- ingareglur fyrirskipa og sem hverjum sjómanni ber að hlýða. Stýrimaður skipsins var Ólafur Sig- urðsson, áður skipstjóri á »Varanger« (Breiðafjarðarbátnum). Hann hafði verið með »Goðafoss« siðan hann byrjaði sigl- ingar og mun hann vel að sér í sinni grein. Hann hafði flutt sig búferlum til Kaupmannahafnar og hafði von um, að sér tækist með góðri framkomu að ná í skipstjórastöðu á strandbátunum er þeir kæmu. Þetta var hugmyndin. Hann er svo óheppinn, að lenda hjá skipstjóra, sem misskilur stöðu sína og gætir þess ekki, að stýrimann eðe stýrimenn á skip- stjóri að umgangast sem gentlemen, en ekki tala til þeirra í áheyrn alls safnað- ar og hvernig sem á stendur, eins og skipstjóri (og hann óheflaður) á jagt- skonnortu frá Marsdal eða þá Romö- skipstjóri talar við sóðalegan kokk. ólafur mun vart hafa getað gert skip- stjóranum nokkuð til hæfis og sama hefði verið um hvern annan stýrimann undir þeirri stjórn. Hefði ekki það verið hið eina rétta fyrir ólaf, þegar honum var varnað að viðhafa lögboðin varúðar- merki, að fara til stjórnar Eimskipafé- lagsins og segja: »Skip ykkar er ekki í öruggum höndum þegar ég er á stjórn- pallinum, vegna þess að þessa skipun hef ég fengið og hún kemur í bága við samvizkusemi mína, og eigi ég sem skóladrengur að sækja um leyfi til að framfylgja fyrirskipuðum reglum, þá bið ég um ransókn á orðum og gjörðum mínum, því það er jafnmikil smán fyrir ykkur að hafa mig stýrimann á skipi ykkar eins og fyrir mig, næstan að tign skipstjóranum, að þurfa að sýna verka- mönnum þeim, sem ég hefi yflr að segja annan eins aumingjaskap og að biðja um leyfi til að gefa sjálfsögð merki«. Eflaust hefði þessu ekki verið sint, eða þá að Ólafur hefði fengið það borgað hjá skipstjóranum í annari mynt, því hans orð nær langt, þar sem hann hefur ávalt tækifærið til að afsaka alt og skella allri skuld á aðra; það er svo allsstaðar. ólafur hefir barist fyrir þvi, að hann væri sem sjaldnast sneyptur opinberléga. Það er örðugt að þola slíkt, einkum þar sem verkafólk það heyrir á, sem stýri- maður á að segja til verka. Sá skipstjóri, sem leggur það i vana sinn, að finna opinberlega að hverju einu við stýri- menn sína, hann rýrir álit þeirra, en gáir máske ekki að þvi, að um leið dregur hann úr verki því, sem verið er að vinna og svíkur þannig skipseigendur o. fl., þvi hvorki þeir né hann geta vænst hins sama verks af þeim, sem truflaður er og gerður utan við sig og þeim, sem látinn er í friði og gengur glaður að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.