Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 19
14 ÆGIR í maí 1916: i Bordeaux 2 fr.; í Montaub. 2 fr. 20; í Saumur 2 fr. 50; i Tarbes og Tours 3 fr.; í Beauvais og Biar- ritz 2 fr.; í Nizza 1 fr. 60 og í Tou- lon 2 fr. 95. Af þessum tölum má ráða verðhækk- unina frá því er ófriðurinn hófst. En hver getur nú verið orsök svo mikillar hækkunar á gangverði? Hverjir eru þeir miðlar, sem hafa svo mikinn ágóða? Hví er verðið svona mismunandi? Verzl- unarmálaráðherrann heíir ekki getað svarað þessum spurningum til fullnustu. En samkv. ákvörðun, er gerð var 29. júní 1916, hefir hann »skipað nefnd til þess að ihuga alt það, er að fisksölu lýtur, sérstaklega að gera nákvæma grein fyrir öllum einstökum atriðum i sölu- verði þessarar vöru og að ákveða eða meta þann fiskforða, er fyrir hendi sé til neyzlu. Tollurinn. (Tillaga hr. Constant). Samkv. lista yfir inn- og útflutnings- skatta, sem færðir eru inn i tollskrána, er frakkneskur fiskur undanþeginn tolli. En af erlendum fiski, er harðfiskur, salt- fiskur, reyktur fiskur tollaður, og eftir meðaltaxta, verður að gjalda 60 fr. af hverjum 100 kg, en að minsta kosti 48 fr. (þar með er talinn klippfish). Af stockfish skal greiða að jafnaði 48 fr. af 100 kg, en að minsta kosti 15 fr. Samkv. þeim fyrirmælum, er tollþjón- arnir hafa fengið, geta ákvæðin um fisk- toll að eins náð til harðfisks eða græn- fisks, sem er mjög saltaður, eins og hann er útbúinn í fiskstöðvunum. Um nýjan þorsk (cabillaud, cabliau) er það að segja, að hann hlýtir sömu lögum og aðrir nýir sjávarfiskar. Langa (lingue, morue lon- gue) sætir einnig sömu meðferð og sá eiginlegi þorskur (morue franche). Lifur og tunga upp úr salti reiknast í þessu efni sem fiskurinn sjálfur. Loks er þess að geta, að til stockfish telst að eins sá fiskur, er ekki hefir meira en 12% af salti. Hr. P. Constant skýrði tollmálanefnd- inni frá því 20. april 1916, að fækkað hefði skipum þeim, er gerð væru út til fiskjar og fórust honum orð á þessa leið: »Af þessu hefir svö leitt, að sá fiskur, sem áður var seldur fyrir 60 fr. 100 kg, kostar nú 160 og 180 fr. Meira að segja eru þrjú skip nýbúin að selja afla sinn fyrir 200 fr. 100 kg verzlunarráðinu, sem ætlar að viðhalda verðhækkuninni«. Af þessu hefir hann svo ályktað, að lágmarkstollur, sem er 48 fr., verði að færast niður í 5 fr., meðan á ófriðnum stendur. Athugasemdir þær, er gert hafa fulltrúar flskveiðanna (stórveiðanna) og flskverzlunarinnar. Fulltrúar fiskveiða og fiskverzlunar voru á fundi tollmálanefndarinnar þ. 25. maí og var það einróma álit þeirra, að falla bæri frá uppástungu hr. P. Con- stant af þessum ástæðum: 1° Enda þótt þorskurinn sé nauðsynja- vara, er hann engan veginn óhjákvæmi- legur til neyzlu, enda skuli fiskverzlunin frjáls sem áður. 2° Fiskforðinn sem nú er og aflinn 1916 virðast sem áður algerlega full- nægja neyzluþörfinni. 3° Aðferðin, sem stungið er upp á (frumvarpið), mundi skerða hagsmuni landsins, með því að rýra tekjur rikis- sjóðs, með þvi að gefa tilefni til þess, að gull flyttist úr landinu og með þvi að gera víxilgengi vort ískyggilegt. 4° Hún myndi skerða hagsmuni sjó- manna jafnt og útgerðarmanna, þvi að þeir eru svo nátengdir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.