Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 25
20 ÆGIR þess að árlegu útgjöldin verði ekki of þung að bera. Yið höfum nú tæplega fengið þetta enn sem komið er hér, en ef til vill koma enn gjafir frá einhverj- um, og er þá gott rúm fyrir þær. í hús- inu eru alls 3 fundarsalir, 1 húð og vinnustofa, 2 skrifstofur, 1 þriggja her- bergja íbúð með eldhúsi, og svo sjó- manna- og gestaheimilið, og telst til þess 21 herbergi og eldhús. Vegna húsnæðis- leysisins hér í bænum nú sem stendur höfum við þó orðið að taka nokkur svefnherbergi frá til íbúðar fyrir fjöl- skyldur. Nú höfum við í notkun 12 svefnherbergi með 23 rúmum, en þegar öll svefnherbergin koma í notkun, höf- um við 35—40 rúm. Húsið er í elds- voðaábyrgð fyrir kr. 71,164.00, en er virt á kr. 87,155.00«. Þegar yfirmaður hersins hafði lokið máli sínu, tók til máls séra Bjarni Jóns- son dómkirkjuprestur og síðan K. Zim- sen borgarstjóri. Þökkuðu þeir hernum og foringja hans fyrir starfsemina að húsbyggingunni, lýstu þörf bæjarins fyrir slíka stofnun og óskuðu henni góðs gengis. Að þvi búnu var gestunum sýnl sjómannaheimilið. Leist öllum vel á það og þótti fyrirkomulagið gott. Þar eru lestrarstofur tvær, en svefnherbergin eru sum ætluð einum manni, önnur tveim- ur og enn önnur fleirum, og fer þá auð- vitað verðið eftir því. Ofn er i hverju svefnherbergi. Þá er svo langt komið, að sjómanna- heimili er stofnað á landinu og geta þeir bezt dæmt um hvað slík stofnun segir, sem hafa notið góðs af sjómannaheim- ilum í framandi löndum, langt frá sín- um. Slíkar stofnanir eru ætlaðar öllum farmönnum, án manngreinarálits, hverr- ar þjóðar sem þeir eru; og margur hefir þar orðið fyrir þeim áhrifum, sem breytti lífi hans til hins betra. Eins og fyr er skýrt frá, eru lestrar- stofur á heimilinu; en eins og búast má við, þá mun enn lítið af bókum og blöðum, en slikt má ekki vanta, en von- andi verður hugsað um það og ættu bæjarbúar og aðrir landsmenn að gefa heimilinu blöð og bækur og senda þang- að timarit þau, er út eru gefin. Hér hefir verið stór þörf á lestrarstofu fyrir sjómenn í mörg ár, nú er hún komin. Sýnið nú að starf hr. Grauslunds sé metið, og hjálpið honum við starfið eftir megni. Tíminn mun sýna, að hér er þarft spor stigið og sjómannastéttin ætti öll að vera þakklát dugnaðarmann- inum, sem barðist fyrir þessu og kom því í framkvæmd á máske þeim örðug- ustu tímum, sem menn þekkja hér. Gerið hr. Grauslund létt það, sem næst kemur, það, að taka á móti gestum, með siðprýði og góðri háttsemi, þegar þér gistið þar eða dveljið, það er lika viður- kenning, og munið eftir að bera virðingu fyrir heimilinu. Brezku samningarnir. Nú hafa fjórir menn verið valdir til þess, ásamt fulltrúa íslenzku stjórnarinnar i Lundúnum, Birni Sigurðssyni, að semja að nýju um verð- lag á íslenzkum afurðum samkv. brezku samningunum, því það verðlag, sem áð- ur var um samið, stóð að eins til ára- móta. Þessir 4 menn eru: Rikhard Thors framkvæmdasljóri, sem nú er staddur í Lundúnum, Carl Pi'oppé kaupmaður, Pétur A. ólafsson konsúll og Páll Stef- ánsson umboðssali, og fóru þrír hinir síðastnefndu áleiðis héðan til Englands með »íslandi«. Ekki hafa þeir þó um- boð til þess að gera út um verðlagið, og verður það ekki gert fyr en þeir koma hingað aftur. Prfcntsmiðjau Guteuberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.