Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 16
Æ'GIR 11 höfnina sem er fyrir utan lægið og nær út undir Galtartanga. Þó getur lagnaðar- is út af firðinum gert skemdir á skipum, ef hann kemur á þau i óbrotnum spöng- um, vegna straumhraðans út úr sund- unum, en liklega gagnaði, að setja is- brjóta á skerin, er myldu spangirnar og gerðu þær óskaðvænar. Naumast hefir komið sá vetur, að eigi hafi stærri og minni skip leitað hingað hafnar frá ísafjarðardjúpi, af hvaða átt sem staðið hefir sjór og stormur, nema af vestri, þegar þau eigi hafa treyst sér til að taka djúpið, eða orðið frá að hverfa. Sýnir það bezt, hvert traust menn hafa á höfninni, þegar ekki liggur sjór inn á hana. Alt öðru máli er að gegna þegar vest- ansjór liggur inn í fjörðinn, þá getur skipum orðið ólægt hér, bæði stórum og smáum. Það er því sú áttin, sem þarf að fá vörn fyrir, ef Suðureyri, með út- veg sinum, á að geta haldið áfram til- veru sinni, og það þolir alls enga bið. Stóru vélbátunum fjölgar óðum, bæði fyrir norðan, á ísafirði og fyrir vestan á Önundarfirði, og þar af leiðandi sidar- plönunum í báðum stöðum, jafnframt eykst þar atvinnan, er dregur innan skams allan mannafia héðan, bæði til sildarvinnu og á stóru vélbátana. Súg- andafjörður er nú þegar orðinn á milli tveggja elda, er læsa sig óðum í útveg- inn hér, og brenna hann upp, ef ekkert er að gert. Bátalægið hefir verið mælt af hr. landsverkfræðing Th. Krabbe, og upp- dráttur gerður af því og fyrirhuguðum brimbrjót, fram af svoköiluðu Stekkja- nesi, utan til við bátaleguna. Ekkert frekara hefir verið að gert, og verður ef «1 vill ekki, fyr en um seinan. En hvaða gagn er líka að bafa þar bátalegu, sem allir smábátar innan skams setjast á kampinn — sem ónýt eign — er enginn víll fleyta lengur? Ef á annað borð er farið að bæta höfnina á Suðureyri — og það verður að gerast sem fyrst, eigi SúgandaQörður ekki að leggjast í eyði — þarf að gera það á þann hátt, að framtíðarútvegur þjóðarinnar geti þrifist hér eins og ann- arstaðar. Það þarf að gera það svo, að síldarplönum sé óhætt hér, og að milli- ferðaskip geti legið til fermslu óhindruð á firðinum eða höfninni, hversu mikið sem veslansjórinn umrótast útifyrir. En þetta næst, að ég hygg, með því að setja brimbrjótinn við Brimsnesið, norður af hjallaendum Spillisins. í stað þess að vestansjórinn hringar sig nú, fyrir Brimsnesið inn á fjörðinn, myndi hann þá breyta stefnu sinni austur með brimbrjótnum, á Galtarhlíðina, þvert yfir fjörðinn og brjóta við hana, en ekki inn á skerjum eins og nú, og það þótt brim- brjóturinn væri ekki mjög langur; en breiður og traustur þyrfti hann sjálfsagt að vera.1) Þegar sú hugmynd skapaðist, að byggjá brimbrjót í Súgandafirði, var enginn sild- arútvegur kominn hér á næstu grös og engir stórir vélbátar, en að eins hugsað um hann þá, fyrir smáa vélbáta og til þess að nota hann sem bryggju. Hug- myndin horfir þvi alt öðruvisi við nú. Áherslan verður að liggja öll á því að fá höfnina sem allra tryggasta, og fáist það, kemur alt annað svo að segja af sjálfu sér, því Súgfirðingar eru sömu dugnaðarmenn, eins og þeir hafa verið 10 undanfarin ár. Botns-kolanáman. Um hana get ég að visu lítið sagt, enn sem komið er. Dá- htið var unnið i henni í haust og reynd- 1) Aö brimbrjóturinn eigi aö koma við Brimsnesið álíta ef til vill fáir nema ég, og ég er náttúrlega enginn verkfræðingur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.