Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 9
4 ÆGIR vinnu sinni og talar glaðlega við verka- fólkið. Stýrimenn skipa ern líka nokkuð hærra settir en svo, að skipstjóri sem nokkuð hugsar, geti talað ruddalega við þá. Þeir eru meira uppi á siglingum en skipstjór- inn, færa dagbækurnar, sjá um dagleg störf, vita hvar hver hlutur er á skipinu, z-eikna út mælingar og verða skipstjórar veikist eða deyi skipstjórinn, þeir hafa séð um að vörur væru látnar rétt í skipið, og yfirleitt vita alt um skipið miklu betur en skipstjórinn sjálfur, svo hér er ekki um neina slorkarla að ræða. Á ensku heitir yfirstýrimaður á skipi chief officer, en hann er lika kallaður mate, en það þýðir félagi. Það er félagi skipstjórans, og á enskum skipum er stýrimaðurinn í alt öðru áliti en á norð- urlandasldpum, en hann brúkar ekki vald sitt til að kvelja aðra, heldur til að láta öðrum líða eins vel og kringum- stæður leyfa, og það eru menn. Til eru leyfar af sjóhetjum og stál- hörðum ofsamennum. Rað eru hinir svo nefndu Nova Scotia-menn. Skipstjórar og stýrimenn á hinum stóru skipum frá Halifax og St. John voru ógn og skelfing allra háseta, þeir voru ávalt vopnaðir, lömdu og misþyrmdu skipshöfninni, en skipstjóri og stýrimenn héldu hóp sem gentlemen. Þeir þurftu að hafa ódýran vinnukraft og fengu hann með því að kvelja og pynta skipshöfnina svo, að undir eins og skipið var komið í höfn, þá ruku allir burtu guðs fegnir að sleppa og um borgun var ekki talað, slupinu siglt fyrir ekki neitt. Hvað har þar t. d. stýrimanni, nýkomnum á skip, óþektur skipstjóranum, að fylgja honum að slíku athæfi? Ekkert annað en sú algilda regla, að skipstjórar og stýrimenn eiga að vinna í sameiningu og öðruvísi ekki. Setjum t. d. að skipstjóri á skipi komi blásandi niður til farþeganna og byrji svona: »Mikill ógæfumaður er ég að þurfa að ganga í öllu og geta ekki trúað stýrimanni fyrir nokkrum hlut. Það er huggun, eða hitt þó heldur, fyrir far- þega að eiga líf sitt og velferð undir hinum óduglega manni«. En slik orð geta oft heyrst, þar samlyndi og sam- vinna eru ekki í lagi. Hafi skipstjóri nokkuð að finna að við stýrimann sinn, þá gerir hann það undir fjögur augu, sé hann rétt hugsandi, og kemur vilja sínum lengra áleiðis þannigen með því að halda lifandi myndasýningu á dekkinu frammi fyrir verkalýð og far- þegum, að eins til að skamma aumingja stýrimanninn. Skilning á stöðu sinni má ekld vanta. Þeir fyrstu skipstjórar á skipum Eim- skipafélagsins verða að muna eftir þvi, að auk þess að vera skipstjórar skip- anna, er þeim líka trúað fyrir að af- henda fyrstu stýrimenn sína sem dug- lega skipstjóra á skipin, eftir því sem þeim fjölgar og svo koll af kolli, og sá hugsunarháttur verður að liverfa, að eins og farið var með mig meðan ég var stýrimaður, eins skal ég svei mér fara með pann, sem verður slgrimaður hjá mér. Kaupi einhver farseðil, þá gefur það honum rétt til farrýmis þess, sem hann hljóðar upp á, og einnig góðs atlætis og viðmóts, en að flokka farþega eftir efn- um og ástæðum eða stórmenskubrag og einstæðingsskap, það kemur sér illa og verður aldrei til eflingar fyrirtækinu. Al- mannarómurinn verður drýgstur þar, og farþegar finna fljótt, hver hliðin að sér snýr. ‘ Skip Eimskipafélagsins ættu að vera fyrirmynd og nokkurs konar skólaskip íslenzku þjóðarinnar. Það geta þau að eins orðið, með því að öllum skipverj-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.