Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 12
ÆGIR 7 sem þurt land að mestu, og sem margra orsaka vegna má teljast olnbogabarn þjóðarinnar. Landslag. Fjörðurinn er nálægt tveim milum dönskum á lengd. Ysti partur hans Vs — inn að svokölluðu Brimsnesi, skamt fyrir utan kauptúnið Suðureyri — er hérumbil hálf mila á breidd og hinir tveir partarnir tæplega V* mílu breiðir. Frá 12 ofan í 3 faðma dýpi mun vera i firðinum, inn að svokölluðum skerjum, skamt fyrir innan Suðureyrarmalir. Sker þessi eru eigi klettar, heldur sandorpin malarrif, er girða yíir allan ijörðinn með sundum á milli og eru sundin sldp- geng smærri skipum, en afar straum- hörð. Fyrir innan skerin er sjógrunt á talsverðu svæði, en dýpir svo aftur þar fyrir innan, að þar mun fjörðurinn 6—8 faðmar dýpstur. Fjörðurinn liggur i boga, frá NV til NA. Snarbrattar hlíðar liggja að firðin- um á báðar hliðar. Undirlendi er alls ekkert, utan stutt dalræma (Botnsdalur) inn af botni fjarðarins og önnur lítið eitt lengri (Staðardalur) við mynni fjarðarins að vestan. Skógur er talsverður að norð- anverðu, en enginn hinumegin, að eins smákjarr inst i Staðardal. Landbúnaður. Á vetrum er alt sokkið í djúpfenni, og ofanhlaup eru altíð, eink- um norðan fram. Komið hefir fyrir, að mest öll hliðalengjan nyrðri hefir hlaupið niður í einu, utan frá Gelti og inst inn i Botnsdal, og er skiljanlegt, hvílíkum skemdum slikt valdi á skógi og graslendi. Tíu jarðir eru bjrgðar í firðinum og tvær í auðn. Slægjur eru gríttar, reitings- legar og litlar, en þó grasgefnar og hey- góðar. Landbúnaður er því lítill og mjög dýr, bæði vegna fólksvöntunar og afar- dýrra heyflutninga. Til heysparnaðar er skepnum gefið mikið af sjóföngum, hert- um, soðnum og jafnvel hráum, einkum í harðindum, sem eru hér tíð vegna vetrarríkis. Síðastl. vetur var talinn hér í harðara lagi, einkum vorið. Þó varð enginn fellir eða lambadauði og mun mega þakka það hinum mikla afla, er var siðari part vetrar og i vor. Rúmur V* parlur af kúm og fénaði hreppsins mun alinn á Suðureyri og eign þeirra er hana byggja. Er það —að und- anteknu þvi, sem alið er á heimajörð- inni —að öllu leyti, hvað hey snertir, alið á aðkeyptri töðu og slægjum frá bænd- um fjarðarins, og sýnir það hnignandi búskap hér, eins og viða annarstaðar. Útmælingar til ræktunar eru hér sama sem engar. Afturhaldsandi jarðeigenda helst til mikill i þeirri grein og fram- takssemi þurrabúðarmanna samsvarandi. Það eru þó útmælingar til ræktunar, sem hér — eins og í mörgum öðrum sjóþorpum — gæti veitt talsverðar land- afurðir og afstýrt miklu iðjuleysi. Verð á þeim1) er hér mjög hátt og þær lítt fáanlegar hvað sem í boði er. Það þarf því að hlynna að útmælingum og hvetja menn til að sinna þeim, vegna þæginda og heilsu sjómannanna. Sjáfarútvegur. Frá því fyrst fara sögur af Súgandafirði, hefir verið róið þaðan árabátum stærri og minni bæði á vor- og haustvertiðum. Flestum 12 að tölu, árið 1899, eftir því sem gamlir menn segja.2 3 *) Sumarútræði mun sjaldan hafa verið, svo teljandi sé, héðan og á vetr- um mest 3—4 bátar. Frá árinu 1906 breytist útgerðin stór- kostlega. Það ár er fyrsti vélbátur fjarð- arins, »Svanurinn«,8) bygður, og á næstu 1) Kjöt 90—100 a. Mór 160 a. Haustull 180 a. pr. kíló. 2) Jóhannes Hannesson fv. hreppstj. o. fl. 3) Eftir sögn Jóns Einarssonar formanns og eiganda.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.