Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1917, Blaðsíða 15
10 ÆGIR Margsinnis hafa tapast ágætir róðrar við það, að flytja héðan vöru, er strand- ferðaskipin hefðu þurft að vera skyldug til, samkvæmt áætlun, að taka hér á höfninni. Kauplúnið Suðureyri. Fram að árinu 1900 var að eins útræði hér á Suður- eyri, frá toríiþöktum verbúðum, hlöðn- um úr torfi og grjóti. Tvö vöruhús1 2 3) Á. Ásgeirsons-verzlunar — er þá var nýlega farinn að verzla hér og þó i mjög smá- um stýl — munu hafa verið einu timb- urhúsin. 1902 er fyrsta timburhúsið8) bygt til íbúðar, en verulega fór ekki að byggjast á eyrinni fyr en með komu vél- bátanna, 1906.8) Frá þvi ári má telja alla framför Suðureyrar. Nú eru frá 60—70 steinsteypu- og timburhús á Suðureyri, og þó ótalin penings- og heyhús, og ýmsir smáskúrar. Hvað húseignir þessar nema miklu verði veit ég ekki, en naumast mun oihátt að giska á 170 þúsundir, þar sem húsin eru flestöll ný og mörg af þeim vönduð, þó engin séu þau mjög stór. Rúm 300 manns eru búsett á Suðureyri. Skóla- hús,4) bókasafn,5) sími, vatnsleiðsla, ís- húsG) og samkomuhús6) eru framfara- ávextir kauptúnsins, auk vélbátanna, þessi 10 ár siðan það tók að byggjast svo teljandi sé. Eins og sést af landbúnaðar lýsing- unni, hér að framan, verður framtið Suðureyrar ekki bygð á honum. Allar framfarir hér hafa fylgt vélbátaútgerð- inni, og munu gera það hér eftir eins og hingað til. F*að er því lífsspursmál 1) Annað 10X8. liitt 6x5. 2) Hús Þórðar Þórðarsonar hreppstjóra. 3) Pá voru komin 7 timburhús hér með hús- um Á. Ásgeirsons-verzlunar. Öll smá. 4) Tekur 40 börn. 5) Bækur 550. 6) Hlutafélög. fyrir Suðureyri hvort útgerðinni miðar áfram eða aftur á bak, því að með henni stendur eða jellur hún. Ég hefi bent á það, að litlu vélbát- arnir séu að falla úr sögunni, séu að verða ónýt eign á vetrarvertíðum, en alveg sama verður innan skams ofan á, hina tíma ársins, því nú er jafnvel svo komið, að nota verður alt sem fæst til að fleyta þeim, jafnvel ófermda unglinga ofan í 10 ára aldur. Orsökin er að nokkru leyti fólksvöntun, hér eins og annarstaðar á landinu, til alls sem vinna þarf, hverju nafni sem nefnist, af því að fólkinu fjölgar ekki að sama skapi, sem atvinnuvegirnir aukast írá öllum hlið- um. En þetta er ekki aðal ástæðan, heldur hitt, að menn sjá hver munur er á, að vera á stórum vélskipum eða smáum, bæði vegna þægindanna, og ekki síst vegna tilbreytni atvinnurekstursins, hringinn í kringum landið, eftir því sem hentast þykir. Ég tek því hér upp aftur staðhæfingu mína, er rituð er fyr i greininni, »vél- bátaútvegurinn á eftir erfiðustu breyt- inguna, ella fellur hann fyrir samkeppn- inni og Suðureyri með honum«. En hvers vegna verður breytingin er- fiðari nú en áður? Þvi veldur — Höfnin. Alt að þessu hafa flestir bát- arnir verið settir á land, þegar útlit hefir verið fyrir sterkviðri, stórsjó eða isrek, og þeim sem á floti hafa legið, hefir oft verið keyrt inn úr sundunum og lagt inn á firði, þar til lægt hefir orðið aftur, fyrir utan rifin, en þetta væri ekki hægt að gera ef skipin stækk- uðu, nema um leið væru sett merki i sundin, enda er vonandi að það verði bráðlega gert. 1 norðan, austan og sunnan er báta- lægið ágætt, þó eigi sé það dýpra en 3—6 faðmar og sama má segja um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.