Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 5

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS 10. árg. Nr. 4-5. Geir Zoéga kaupmaður. Hann andaðist sunnud.morguninn 25. marz eftir ekki langa legu. Hafði verið skorinn upp við blöðrusteins- s^'ki, en þoldi ekki leguna og fekk lungna- bólgu, sem varð banamein hans. Geir Zoega er fæddur hér í Reykjavík 26. maí 1830 og hefir alið allan aldur sinn hér i bænum. For- eldrar hansvoru þau Jóhannes Zoéga og Ingi- gerður Ingi- mundardóttir frá Bakka ú Sel- tjarnarnesi. En faðir Jóhannes- ar og afi Geirs heitins var Jóhannes Zoéga hinn eldri og fluttist hann hingað til lands frá Dan- mörku, en Zoéga-ættin er upprunalega ítölsk aðaisætt. Jóhannes eldri kvæntist íslenzkri konu, ættaðri úr Landeyjum, og er ættin, sem nú er orðin fjölmenn í landinu, öll frá honum komin. Hann var fyrst um hríð við verzlunarstörf í Vesmannaeyjum, en síðar yfirmaður Hegningarhúss- ins, sem þá var í stjórnarráðs- húsinu. Frí- menningur við Jóhannes Zoéga var Georg Zoéga fornfræðingur (1755—1809). Árið 1865 var fiskis}rning í Björgvin. Þang- að fór Geir við þriðja mann. í þeirri för mun það hafa ráðist, að Geir legði út i það ásamt vinum sínum tveim Kristni heitnum í Eng- ey og Jóni heitn- um Þórðarsyní í Hlíðarhúsum, að kaupa haf- skip til fiski- veiða. Var það skipið Fanny, er hing- að kom 1866 og má heita móður- skip hins íslenzka fiskveiðaflota. Erfið-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.