Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 21
ÆGIR
69
gengur að eins hér, að menn fari fyrst
að læra þegar komið er út í það, að
fullkomin kunnátta sé nauðsynleg, en
engin skömm er fyrir neinn að kannast við,
að hann kunni ekki til hlýtar það, sem
hann hefir aldrei borið við. — í félags-
skap og samvinnu geta þeir, sem eru
allri útgerð óvanir fengið þær bendingar
hjá þeim, sem kunna, sem getur bjarg-
að miklu; en þar sem einn og einn er
að þreyfa sig áfram fyrirhyggiulítið þar
getur oft farið illa.
Eitt af því nauðsynlegasta, sem hér
þarf að komast á, er að varastykki til
mótorbátanna séu hér fyrir hendi. í fyrra
á vertíðinni sprakk t. d. cylindertopp-
stykki i mótor. JÞegar sá bátur, sem
smíðaður var ytra lagði á stað, heimtaði
eigandinn varastykki (toppstykki). Mót-
orverksmiðjueigandinn, kvað það óþarfa,
því það mundi aldrei þurfa þess. Samt
sem áður sprakk það stykki og vara-
stykkið, sem tekið hafði verið með, var
sett í staðinn og mótorinn gat haldið á-
fram veiðum. Þá var um hæl annað
varastykki pantað frá verksmiðjunni; það
var í marz, en stykkið kom i ágúst, og
hefði ekki varastykkið verið til, hefði
báturinn orðið að liggja kyr allan þann
tíma. Að þurfa að hugsa það, að eitt lít-
ið brot í vélinni geti eyðilagt alt úthald
mótorbáts á bezta tíma ársins, ætti að
hvetja menn til einhverra framkvæmda í
þessa átt, einkum þar sem útlærðir mót-
oristar eru lítt fáanlegir; með það er líkt
og íleira hér, dýrar vélar eru hafðar til
æfinga, og mótortegundir það margar, að
mótoristarnir hringla úr einu í annað
festulaust, tómar tilraunir og æfingar.
Þeir skipta um báta og gefst þvi eigi
færi á að þekkja neina sérstaka vél til
hlýtar, og það er nóg til þess að ætla, að
þeir séu ekki allir ábyggilegir menn. Nú
höfum við orðið þess varir, að heims-
styrjöldin gat einnig náð þannig til okk-
ar, að af henni stafaði halli en ekki á-
bati, en þótt alt virðist ómögulegt nú, þá
kemur þó sá dagur að stríðið hættir, og
augu manna hafa þá máske opnast og
þeir fara að sjá, að ýmsu nýtilegu er
fieygt og að landið okkar getur gefið af
sér miklu meira til manneldis, en til
þessa hefir verið notað og ýmislegt getur
hér breytst til batnaðar, og það verðum
við að vona, að sparneytni sú, sem nú
er nauðsynleg, megi festa svo rætur hjá
þjóðinni, að hún haldi áfram þótt styrjöld-
inni linni. Nú vitum við hvers virði salt-
ið er, sem áður var réttlaus vara, og
með það óhóflega farið, könnumst við
hvað það er að geta ekki eldað vegna
kolaleysis, sjáum nú, að rófu og kartöflu-
rækt gat verið hér á háu stigi, nóg af
landi til þess, en útsæði vantar og fl. og
svo er um margt, en nú eru menn farn-
ir að sjá og skilja, að eins að það haldist.
Á uppstigningardag 1917.
Sv. E.
Stýrimannaskólinn.
Prófum er nú lokið við Stýrimanna-
skólann. Undir »Hið almenna íslenzka
stýTÍmannapróf« gengu 19 nemendur:
Bjarni Jóhannesson Isafjarðars. . 50 st.
Einar Jónsson Barðastrandars. ... 102 —
Einar Thorsteinsson ísaf. ........ 77 —
Eymundur Magnússon Str.s. ... 94 —
Friðrik A. Hjörleifsson V.-Sk. ... 86 —
Gestur Guðjónsson Eyjafjarðars. . 93 —
Guðmundur Erlendsson ísafj.s. .. 80 —
Jón Guðmundsson Eyjafjarðars. . 101 —
Jón Sigurðsson Árnessýslu ........ 93 —
Júlíus Guðmundsson ísafjarðars.. 86 —
Krisfófer Eggertsson Gullbrs...... 84 —