Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 23
ÆGIR 71 1 eða 2 fiska og peninga i aurum. Það sem munar þó mest um er það, að á síðustu árunum lagðist það alveg niður, að sjómenn gæfu hér nokkuð í sjóðinn; þeir síðustu »á skanzinum« munu hafa verið þeir Jón Magnússon ráðherra og Hjalti Jónsson útgerðarmaður. Það virðist svo sem í eðlisfari sjó- mannsins sé eitthvað töluvert aí eðli fugla himins — að láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Þannig er stuðning- ur sá, sem sjómenn í Vestmannaeyjum hafa um undanfarin ár, veitt þessari bráðnauðsynlegu stofnun sinni, svo sem hverfandi hjá þeim fjárstyrk, sem góðir menn utan sjómannastéttarinnar hafa veitt þeim. Nú hið síðasta ár hefir lifnað töluvert yfir sjóðnum. Ýmsir hafa gefið honum góðar gjafir og sumir sýnt stórkostlegan höfðingsskap, ekki síst ef litið er til fyrri ára gjafa. Enda er nú, eins og fyr er sagt, efnahagur manna allur annar, pláss- ið orðið svo fjölment, að á vertíð þess- ari munu nú staddir hér í eyjunni nær 2700 manns, og hugsunarháttur almenn- ins gerbreyttur og munar þar mestu um. Nú er svo komið, að það er vist efa- mál hvort almenningur í nokkurri sýslu eða plássi þessa lands, er jafnfús og fljót- ur til að leggja fram peninga til bág- staddra, sem hér. Að þvi er ekknasjóðinn snertir, má geta þess, að sjómennirnir hafa þegar lagt af mörkum þann fisk, að andvirði hans mun nema um 350 krónum. Og niargir hafa lofað að koma með hér eftir, áður vertíð lýkur. Þá hafa og einstakir menn, sem ekki eru sjómenn, tæpir tult- u§u, gefið 10 — tíu krónur hver — og sömu upphæð árlega eftirleiðis. Svo þetta ár ætlar nú að fleyta sjóðnum fram um ýfir 500 kr. auk vaxta, þ. e. a. s. fertalt á við meðalár, þótt ekkert bættist við, sem þó er engin hætta á. Það væri óskandi, að slíkir sjóðir sem þessi, væru stofnaðir í hverju sjóplássi, og ekki úr vegi að landssjóður legði eitt- hvað af mörkum í þá. Athgs. Ef einhver, sem les greinarkorn þetta, skyldi vilja hlynna eitthvað að ekknasjóði Vestmanneeyinga, annaðhvort fyrir velvildarsakir eða af vilja til þess að styðja þarflegt mál, má geta þess að gjaldkeri sjóðsins er herra Högni Sig- urðsson í Baldurshaga, hreppsnefndar-* oddviti. Vitar og sjómerki. Auk rauðu vitanna í Sandgerði (sjá Lögbbl. nr. 42. 28. sept. 1916) hafa verið settar þar npp tvær lugtir, sem sýna fast grænt ljós. Þær bera saman i stefnunni S 44° A og sýna þá innri hluta innsigl- ingarlinunnar inn á Hamarssund. Neðri lugtin stendur framan á skúr á Bæjar- skerseyri, en hin efri við Bæjarskers-bæj- inn, og er 585 m. á milli þeirra. Logtím- inn er hinn sami og rauðu vitanna, frá 1. jan. til 30. apríl. (Lögbirt.bl.). Lítil athngasemd Sandgerðisvitunum áhrærandi. í almanaki handa islenskum fiskimönn- um 1917 bls. 91, er vitabyggingunum i Sandgerði lýst svo: »Vitarnir eru 41/3 m. há rauðmáluð timburhús, neðri vitinn með hvítri þverrönd, hinn efri með hvítu lóðréttu bandi. Kunnugir formenn, sem róðið hafa í vetur frá Sandgerði, hafa bent á að lýs-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.